Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 139
deilt um gildi ákvörðunar ESA þess efnis að stofnunin væri ekki valdbær til að
fjalla um ríkisstyrki í sjávarútvegi. Er fróðlegt að skoða þær athugasemdir sem
fram komu í málinu í þessu samhengi enda þótt EFTA-dómstóllinn hafi ekki
leyst úr ágreiningsefninu þar sem ákvörðun ESA var ógilt á öðrum forsendum.
í þriðja lagi er fjallað um svar EFTA-dómstólsins við fyrstu, fjórðu og fimmtu
spumingunni hér að ofan sem dómstóllinn skýrði svo að lytu í meginatriðum að
því hvort upprunareglur fríverslunarsamningsins ættu við í aðalmálinu og hvort
EFTA-dómstóllinn hefði lögsögu til að túlka þær. Er í greininni einkum fjallað
um þær skýringaraðferðir sem dómstóllinn notar til að draga mörkin milli
fríverslunarsamningsins og EES-samningsins. I fjórða lagi er svo að lokum
stuttlega fjallað um skýringar EFTA-dómstólsins á þeim spurningum sem fram
komu um túlkun bókunar 4 EES í annarri og þriðju spumingu Héraðsdóms
Reykjaness.
3.2.2 Lagaskilyrði fyrir beiðni um ráðgefandi álit
í innsendum greinargerðum komu fram athugasemdir um nauðsyn þess að
leita álits EFTA-dómstólsins og lutu þær að öllum spumingunum fimm. I
umfjöllun EFTA-dómstólsins um þetta atriði er vísað til fyrri úrlausna EFTA-
dómstólsins þar sem fram kemur að 34. gr. stofnanasamningsins felur í sér
sérstakt samstarfsferli milli dómstólsins og landsdómstóla. Er 34. gr. stofnana-
samningsins skýrð svo að það sé landsdómstólsins að ákveða í ljósi málsatvika
bæði hvort nauðsynlegt sé að leita ráðgefandi álits og um þýðingu þeirra
spuminga sem beint er til EFTA-dómstólsins fyrir málið. Mat landsdómstólsins
takmarkist þó við að EFTA-dómstóllinn svari ekki spumingum sem eru
almenns eðlis eða án tengsla við sakarefnið.48 Var það mat EFTA-dómstólsins
að spumingamar væru hvorki almennar né án tengsla við sakarefnið.
Næst er í dóminum vikið að þeirri málsástæðu eins sakborninganna að
álitsbeiðnin bryti gegn 6. gr. MSE þar sem hún tefði málareksturinn. Um þetta
atriði benti EFTA-dómstóllinn á fyrri dómsúrlausnir þar sem hann hefur talið að
ákvæði EES-samningsins, sem og málsmeðferðarreglna stofnanasamningsins,
beri að túlka með hliðsjón af grundvallarréttindum.49 Sagði EFTA-dómstóllinn
að ákvæði MSE og dómar Mannréttindadómstóls Evrópu væm mikilvægar
heimildir til skilgreiningar á slíkum réttindum. Til skýringar á hvað fælist í
réttinum til „réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma“ skv. 1.
48 Dómstóllinn vísaði til máls nr. E-l/95 Samuelsson gegn Svíþjóð, 1994-1995, REC, 145, 13.
málsgrein; máls nr. E-5/96 Ullensaker kommune o.fl. gegn Nille, 1997, REC 30, málsgrein 12 og
máls nr. E-6/96 Wilhelmsen gegn Oslo kommune, 1997, REC, 53, málsgrein 40. Framkvæmd
EFTA-dómstólsins er í samræmi við dómaframkvæmd EB-dómstólsins að þessu leyti, sbr. t.d. dóm
EB-dómstólsins í málinu nr. C-412/93 Leclerc-Siplec gegn TFl Publicité SA and M6 Publicité SA,
1995, ECR 1-179, málsgreinar 10-13.
49 Dómstóllinn vísaði til máls nr. E-8/97 TV 1000 Sverige AB gegn Noregi, sbr. tilvísun í
neðanmálsgrein 8, 26. málsgrein og máls nr. E-2/02 Bellona, sbr. tilvísun í neðanmálsgrein 4,
málsgrein 37.
433