Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 147
bókunar 9 EES. Þessi mörk skipta m.a. máli vegna þess að vissar fiskafurðir,
s.s. rækjur, lýsi og fiskimjöl, njóta tollfríðinda samkvæmt fríverslunarsamn-
ingnum en ekki bókun 9 EES. EFTA-dómstóllinn beitir bæði textaskýringu og
markmiðsskýringu þegar mörkin eru dregin. Af dóminum er ljóst að túlka
verður 7. gr. bókunar 9 EES þröngri lögskýringu og að horfa verður til megin-
inntaks bókunarinnar þegar merking orðsins „viðskiptakjör“ er fundin.
3.2.5 Önnur og þriðja spurning - túlkun á upprunareglum bókunar 4
EES-samningsins
Önnur og þriðja spuming lutu að bókun 4 EES, þ.e. hvort upprunareglur
bókunarinnar verði skildar svo að þíðun, hausun, flökun, beinhreinsun, snyrt-
ing, söltun og pökkun fisks geti veitt upprunaréttindi. Vegna athugasemda þess
efnis í framlögðum greinargerðum að breytingar á bókun 4 hefðu ekki verið
birtar með lögmætum hætti á íslandi, tók dómstóllinn fram að það væri land-
dómstólsins að ákveða hvort ófullnægjandi birting réttarreglna hefði einhverjar
réttarverkanir í för með sér. Lagði dómstóllinn til grundvallar áliti sínu þá
útgáfu bókunar 4 EES sem í gildi var milli aðildarríkjanna er hin meintu lögbrot
áttu sér stað.
í bókun 4 EES eru settar fram reglur um með hvaða hætti meta skuli hvort
vörur teljist upprunnar á EES og geti þar með notið tollfríðinda samkvæmt
EES-samningnum. í 2. gr. bókunar 4 EES kemur fram sú meginregla að vör-
umar verða annað hvort að vera að öllu leyti fengnar á EES eða hlotið full-
nægjandi aðvinnslu þar, sbr. 5. gr. bókunarinnar. Vísar 1. mgr. 5. gr. bók-
unarinnar til viðauka II við bókunina um hvað teljist fullnægjandi vinnsla. Þar
kemur fram hvað fisk varðar að hann verður að vera að öllu leyti fenginn innan
EES. I a-lið 2. mgr. 5. gr. bókunarinnar er svo að finna ákveðna undantekningu
þess efnis að heimilt er að nota afurðir sem ekki eru upprunnar á EES við fram-
leiðslu á vöru ef heildarverðmæti afurðanna fer ekki yfir 10% af verksmiðju-
verði framleiðsluvömnnar. I 3. mgr. 5. gr. kemur fram að 1. og 2. mgr. eigi ekki
við nema að því leyti sem kveðið sé á um í 6. gr. bókunarinnar. I 6. gr. eru taldar
upp aðferðir sem geta ekki talist fullnægjandi vinnsla. Þar er um að ræða
aðferðir við geymslu, flokkun, hreinsun, merkingu, pökkun o.fl.
í niðurstöðum dómsins um túlkun bókunar 4 EES er lagt til grundvallar að
sá fiskur sem málið varðaði hefði ekki verið fenginn innan íslenskrar lögsögu.
Vísað er til viðauka II við bókunina og þess getið að þar komi fram að fiskur
verði að vera „að öllu leyti fenginn“ innan EES til að geta talist upprunninn þar.
Dregur dómstóllinn af þessu þá ályktun að aðvinnsla geti aldrei leitt til þess að
fiskur fái upprunaréttindi á grundvelli 1. mgr. 5. gr. bókunar 4 EES. Þá tók dóm-
stóllinn fram í tengslum við a-lið 2. mgr. 5. gr. bókunarinnar að ofangreindar
vinnsluaðferðir teldust ófullnægjandi aðvinnsla í skilningi 6. gr. bókunarinnar.
Samkvæmt því var aðvinnslan ekki talin nægileg í skilningi bókunar 4 EES til
þess að varan gæti talist upprunnin á EES.
441