Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 124
3.2.5 Önnur og þriðja spuming - túlkun á upprunareglum bókunar 4
EES-samningsins
3.3 Niðurstöður
4. LOKAORÐ
1. INNGANGUR
Arið 2003 gengu tveir dómar hjá EFTA-dómstólnum í málum sem eiga
rætur að rekja til Islands. Annars vegar í málinu nr. E-l/03 Eftirlitsstofnun
EFTA gegn Islandf og hins vegar í málinu nr. E-2/03 Akœruvaldið gegn Asgeiri
Loga Asgeirssyni o.fl.1 2 3 I greininni eru báðir þessir dómar reifaðir og leitast við
að skýra þá í samhengi við fyrri dóma EFTA-dómstólsins og fordæmi dómstóls
Evrópubandalaganna (hér eftir EB-dómstólsins) eftir því sem við á. Auk
framangreindra dóma voru kveðnir upp dómar í málinu nr. E-l/02 Eftir-
litsstofnun EFTA gegn Noregif málinu nr. E-2/02 Bellona4 og málinu nr. E-3/02
Paranova.5 Enda þótt dómar þessir varði athyglisverð álitaefni sem geta snert
íslenskan rétt eða hagsmuni er umfjöllunin í greininni eins og áður segir
takmörkuð við þau mál sem eiga rætur að rekja til íslands.
Dómur EFTA-dómstólsins í málinu nr. E-l/03 Eftirlitsstofnun EFTA gegn
Islandi er m.a. áhugaverður fyrir þær sakir að hann er fyrsti dómur EFTA-
dómstólsins í samningsbrotamáli sem höfðað er af Eftirlitsstofnun EFTA (hér
eftir ESA) gegn Islandi.6 í málinu komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niður-
stöðu að ákvæði laga nr. 31 frá 27. mars 1987 um flugmálaáætlun og fjáröflun
til framkvæmda í flugmálum, sem gerðu ráð fyrir u.þ.b. sjöfalt hærra flug-
vallagjaldi vegna farþega í millilandaflugi á Evrópska efnahagssvæðinu (hér
eftir EES) en innanlandsflugi á Islandi, fælu í sér hindrun á frjálsri flugþjónustu
á EES. Voru hin umdeildu ákvæði því talin brjóta gegn 36. gr. EES-samnings-
ins, sbr. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar ráðsins nr. 2408/92/EBE frá 23. júlí 1992 um
aðgang bandalagsflugfélaga að flugleiðum innan bandalagsins7 (hér eftir reglu-
gerð 2408/92). Þau mál sem EFTA-dómstóllinn hefur haft til meðferðar og
varðað hafa frjálsa þjónustustarfsemi hafa fyrst og fremst snúið að túlkun á
1 Mál nr. E-l/03 Eftirlitsstofnun EFTA gegn íslandi. Skýrsla EFTA-dómstólsins 2003, bls. 143 (hér
eftir er vísað í skýrslur dómstólsins svo: ártal, REC, blaðsíðutal).
2 Mál nr. E-2/03 Akœruvaldið gegn Asgeiri Loga Asgeirssyni, Axel Pétri Asgeirssyni og Helga Má
Reynissyni, 2003, REC, 1S5.
3 Mál nr. E-l/02 Eftirlitsstofnun EFTA gegn Noregi, 2003, REC, 1.
4 Mál nr. E-2/02 Technologien Bau- und Wirtschaftsberatung GmbH og Bellona Foundation gegn
Eftirlitsstofnun EFTA, 2003, REC, 52.
5 Mál nr. E-3/02 Paranova AS gegn Merck á Co., Inc. o.fl., 2003, REC, 101.
6 Eftirlitsstofnun EFTA hefur einu sinni áður höfðað mál gegn íslandi, samanber mál nr. E-l/96
Eftirlitsstofnun EFTA gegn íslandi, 1995-1996, REC, 63, en það var fellt niður að beiðni stofnun-
arinnar.
7 Til hennar er vísað í lið 64a í viðauka XIII við EES-samninginn.
418