Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 27
dómstóla í aðildarríkjunum brysti hæfi til að lýsa ríkisaðstoð, sem EFTA-ríki veitti, andstæða EES-samningnum. 4.7 Staðfesturéttur fyrirtækja og sérfræðinga (lækna og tannlækna) I Rainford-Towning-málinu,59 nr. E-3/98, voru málsatvik með þeim hætti að yfirvöld í Liechtenstein neituðu að gefa út starfsleyfi til fyrirtækis sem skráð var þar í landi vegna þess að fyrirtækið hafði ráðið forstjóra sem var breskur ríkisborgari, búsettur á Englandi. Ákvörðunin var byggð á lögum sem gerðu það að skilyrði að forstjóri fyrirtækis væri búsettur í Liechtenstein. Taldi EFTA- dómstóllinn að slík ákvæði í landslögum hefðu í för með sér óbeina mismunun sem bryti í bága við 31. gr. EES-samningsins. Að mati dómstólsins var viðvera forstjórans í Liechtenstein hvorki talin hafa áhrif á það hvort forstjórinn færi að lögum landsins við rekstur fyrirtækisins né auðvelda eftirlit af hálfu yfirvalda með því að lögum væri fylgt. Þá var skilyrðið um búsetu enn síður talið geta haft slfk áhrif. Að lokum var skilyrðið um búsetu ekki talið réttlætanlegt á grundvelli allsherjarreglu jafnvel þótt tekið væri tillit til sérstakra aðstæðna í Liechtenstein vegna smæðar landsins. Mál Di: Pucher,60 nr. E-2/01, varðaði austurrískan ríkisborgara sem búsettur var í Austurríki og hafði leyfi til að starfa sem sjóðstjóri í Liechtenstein. Hann hafði sótt um leyfi yfirvalda í Liechtenstein til að gegna starfi stjómarmanns í fyrirtæki með staðfestu í Liechtenstein en umsókn hans var hafnað einkum á þeim grundvelli að hann uppfyllti ekki lagaskilyrði um fasta búsetu í Liechten- stein samkvæmt þarlendum lögum um einstaklinga og fyrirtæki. EFTA- dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að í hinu umdeilda búsetuskilyrði fælust hömlur á staðfesturétti í skilningi 31. gr. EES-samningsins. Dómstóllinn taldi að slíkt búsetuskilyrði hefði þau áhrif að sérfræðingar frá öðrum EES-ríkjum væru verr settir í samanburði við sérfræðinga frá Liechtenstein. Dómstóllinn bætti við að þetta gæti einnig haft í för með sér ákveðnar takmarkanir fyrir ríkis- borgara EES-ríkja sem hefðu áhuga á að koma á fót og reka fyrirtæki í öðru EES-ríki. EFTA-dómstóllinn vildi ekki fallast á það með ríkisstjóm Liechten- stein að búsetuskilyrðið væri réttlætanlegt á grundvelli allsherjarreglu, og þá aðallega í þeim tilgangi að viðhalda góðu orðspori fjármálaþjónustu fyrirtækja í Liechtenstein. Dómstóllinn viðurkenndi að EES-samningurinn sem slíkur kæmi ekki í veg fyrir að Liechtenstein viðhéldi frjálsræði í fyrirtækjalöggjöf. Hins vegar yrði sú löggjöf að vera innan ramma EES-réttar. EFTA-dómstóllinn mat það svo að búsetuskilyrðið væri hvorki viðeigandi né nauðsynlegt og gengi lengra en þörf væri á til þess að ná þeim markmiðum sem Liechtenstein stefndi að. Niðurstaðan varð sú að slíkt ákvæði í landslögum væri andstætt 31. gr. EES- samningsins. 59 Skýrsla EFTA-dómstólsins 1998, bls. 205. 60 Skýrsla EFTA-dómstólsins 2002, bls. 4. 321
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.