Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 27
dómstóla í aðildarríkjunum brysti hæfi til að lýsa ríkisaðstoð, sem EFTA-ríki
veitti, andstæða EES-samningnum.
4.7 Staðfesturéttur fyrirtækja og sérfræðinga (lækna og tannlækna)
I Rainford-Towning-málinu,59 nr. E-3/98, voru málsatvik með þeim hætti að
yfirvöld í Liechtenstein neituðu að gefa út starfsleyfi til fyrirtækis sem skráð
var þar í landi vegna þess að fyrirtækið hafði ráðið forstjóra sem var breskur
ríkisborgari, búsettur á Englandi. Ákvörðunin var byggð á lögum sem gerðu
það að skilyrði að forstjóri fyrirtækis væri búsettur í Liechtenstein. Taldi EFTA-
dómstóllinn að slík ákvæði í landslögum hefðu í för með sér óbeina mismunun
sem bryti í bága við 31. gr. EES-samningsins. Að mati dómstólsins var viðvera
forstjórans í Liechtenstein hvorki talin hafa áhrif á það hvort forstjórinn færi að
lögum landsins við rekstur fyrirtækisins né auðvelda eftirlit af hálfu yfirvalda
með því að lögum væri fylgt. Þá var skilyrðið um búsetu enn síður talið geta
haft slfk áhrif. Að lokum var skilyrðið um búsetu ekki talið réttlætanlegt á
grundvelli allsherjarreglu jafnvel þótt tekið væri tillit til sérstakra aðstæðna í
Liechtenstein vegna smæðar landsins.
Mál Di: Pucher,60 nr. E-2/01, varðaði austurrískan ríkisborgara sem búsettur
var í Austurríki og hafði leyfi til að starfa sem sjóðstjóri í Liechtenstein. Hann
hafði sótt um leyfi yfirvalda í Liechtenstein til að gegna starfi stjómarmanns í
fyrirtæki með staðfestu í Liechtenstein en umsókn hans var hafnað einkum á
þeim grundvelli að hann uppfyllti ekki lagaskilyrði um fasta búsetu í Liechten-
stein samkvæmt þarlendum lögum um einstaklinga og fyrirtæki. EFTA-
dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að í hinu umdeilda búsetuskilyrði fælust
hömlur á staðfesturétti í skilningi 31. gr. EES-samningsins. Dómstóllinn taldi
að slíkt búsetuskilyrði hefði þau áhrif að sérfræðingar frá öðrum EES-ríkjum
væru verr settir í samanburði við sérfræðinga frá Liechtenstein. Dómstóllinn
bætti við að þetta gæti einnig haft í för með sér ákveðnar takmarkanir fyrir ríkis-
borgara EES-ríkja sem hefðu áhuga á að koma á fót og reka fyrirtæki í öðru
EES-ríki. EFTA-dómstóllinn vildi ekki fallast á það með ríkisstjóm Liechten-
stein að búsetuskilyrðið væri réttlætanlegt á grundvelli allsherjarreglu, og þá
aðallega í þeim tilgangi að viðhalda góðu orðspori fjármálaþjónustu fyrirtækja
í Liechtenstein. Dómstóllinn viðurkenndi að EES-samningurinn sem slíkur
kæmi ekki í veg fyrir að Liechtenstein viðhéldi frjálsræði í fyrirtækjalöggjöf.
Hins vegar yrði sú löggjöf að vera innan ramma EES-réttar. EFTA-dómstóllinn
mat það svo að búsetuskilyrðið væri hvorki viðeigandi né nauðsynlegt og gengi
lengra en þörf væri á til þess að ná þeim markmiðum sem Liechtenstein stefndi
að. Niðurstaðan varð sú að slíkt ákvæði í landslögum væri andstætt 31. gr. EES-
samningsins.
59 Skýrsla EFTA-dómstólsins 1998, bls. 205.
60 Skýrsla EFTA-dómstólsins 2002, bls. 4.
321