Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 87
1.4 Dómstólsþáttur stofnanakerfisins
I samkomulagi því sem gert var á ráðherrafundi EFTA- og EB-ríkjanna 21.-
22. október 1991 náðist heildarlausn í ágreiningsmálum aðila að samningnum
um Evrópska efnahagssvæðið. Framkvæmdastjórn EB sendi í framhaldinu EB-
dómstólnum uppkastið til umsagnar og komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu
í áliti nr. 1/91 að ákvæði þess um svonefndan EES-dómstól, sem þá var fyrir-
hugaður, bryti í bága við ákvæði stofnsáttmála EB (Rómarsamninginn). I upp-
kastinu var gert ráð fyrir því að dómarar frá EB-dómstólnum tækju sæti í EES-
dómstólnum og sætu þar í dómum ásamt dómurum frá EFTA-ríkjunum og átti
dómstóllinn m.a. að hafa dómsvald í ágreiningsmálum milli samningsaðilanna.
I álitinu taldi dómstóll EB m.a. að slíkur EES-dómstóll gæti vegna dómsvalds
og skipunar dómara haft áhrif á dómsúrlausnir EB-dómstólsins í framtíðinni og
varþað ekki talið samrýmanlegt stofnsáttmála EB.
I framhaldi af framangreindu áliti EB-dómstólsins hófst vinna við að finna
lausn á dómstólsþættinum og varð niðurstaðan sú að ákveðið var að stofna
sérstakan EFTA-dómstól sem eingöngu yrði skipaður dómurum frá EFTA-
ríkjunum og leysti úr ágreiningsefnum EFTA megin. Jafnframt var sameigin-
legu EES-nefndinni falið að leysa ágreiningsmál milli samningsaðila á póli-
tískum grundvelli. Þetta samkomulag sem gert var 14. febrúar 1992 var sent
EB-dómstólnum til umsagnar á nýjan leik og komst dómstóllinn að þeirri niður-
stöðu í áliti nr. 1/92 að þessi nýi samningur færi ekki í bága við Rómarsamn-
inginn.
í 2. mgr. 108. gr. EES-samningsins segir að EFTA-ríkin skuli koma á fót
dómstól (EFTA-dómstól). Undir valdsvið hans skulu með tilliti til beitingar
EES-samningsins og í samræmi við sérstakan samning milli EFTA-ríkjanna
einkum heyra a) mál um tilhögun eftirlits er varðar EFTA-ríkin, b) áfrýjanir á
ákvörðunum Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni og c) lausn deilumála
milli tveggja eða fleiri EFTA-ríkja. Með ESD-samningnum, og til að fullnægja
framangreindu ákvæði 2. mgr. 108. gr. EES-samningsins, settu EFTA ríkin á fót
sérstakan EFTA-dómstól sem tók til starfa í Genf í Sviss 1. janúar 1994, en seint
á árinu 1996 var aðsetur hans flutt til Luxemborgar og er þar nú. I upphafi áttu
Austurríki, Finnland, Svíþjóð, ísland og Noregur aðild að ESD-samningnum,
en við inngöngu þriggja fyrstnefndu ríkjanna í ESB árið 1995 sátu Noregur og
ísland ein eftir sem samningsaðilar. I maí 1995 gerðist Liechtenstein aðili að
samningnum og er áður að því vikið.10
EFTA-dómstóllinn hefur eins og áður segir það hlutverk að dæma um ýmis
ágreiningsefni sem varða EES-reglur og fer dómstóll EB með sams konar vald
EB megin. Reglur eru um það í EES-samningnum hvemig dómsvaldið skiptist
milli þessara tveggja dómstóla. í IV. hluta ESD-samningsins er fjallað um
meginatriði um skipun dómsins og valdsvið. Dómarar EFTA-dómstólsins eru
10 Um aðdragandann að stofnun EFTA-dómstólsins sjá Stefán Már Stefánsson, áður tilvitnað rit,
bls. 59-61.
381