Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 55
sagði að það sem mestu máli skipti væri hvort ríki hafi við lagasetningu litið
með bersýnilegum og alvarlegum hætti fram hjá þeim takmörkunum sem eru á
svigrúmi ríkisins til mats við ákvarðanatöku.47 Þrátt fyrir að breski löggjafinn
hefði augljóslega innleitt tilskipunina með ófullnægjandi hætti taldi dómstóll-
inn að orðalag ákvæða hennar væri ónákvæmt og mögulegt væri að túlka það á
þann veg sem breski löggjafinn gerði. Þar af leiðandi var skilyrðið um nægilega
alvarlega vanrækslu á skuldbindingum ríkisins ekki uppfyllt.
3.3.3 Mál Hedley Lomas
I Hedley Lomas-málinu frá 199648 voru málsatvik þau að breska ríkið hafði
neitað að gefa út útflutningsleyfi og var í kjölfarið stefnt af útflytjanda vegna
tjóns sem hann hafði orðið fyrir, á þeim grundvelli að brotið hefði verið gegn
meginreglunni um frjálsa vöruflutninga samkvæmt 34. gr. Rs. (nú 29. gr.).
Evrópudómstóllinn studdist við þau skilyrði sem sett voru í Brasserie du
Pécheur og Factortame-málunum. Dómstóllinn taldi að hafi aðildarríki, sem
brýtur gegn ákvæðum bandalagslöggjafar, haft lítið sem ekkert val um leiðir til
þess að lögfesta ákvæði tilskipunar og mjög takmarkað svigrúm til mats, þá
gæti brotið eitt og sér uppfyllt það skilyrði að vera nægilega alvarlegt.49
3.3.4 Mál Dillenkofer
Þótt hægt sé að túlka dómafordæmi Evrópudómstólsins með öðrum hætti
hélt Evrópudómstóllinn því fram í Dillenkofer-málinu frá 199650 að þau skil-
yrði sem sett voru fram í fyrri dómum væru í grundvallaratriðum þau sömu.
Jafnvel þótt skilyrðið um nægilega alvarlega vanrækslu á skuldbindingum hafi
ekki komið skýrt fram í Francovich-málinu þá hafi það augljóslega verið upp-
fyllt í því máli. Þar sem heimfæra verður skilyrðin upp á aðstæður hverju sinni
veltur réttur til bóta samt sem áður á eðli brotsins. Ef aðildarríki lítur einfald-
lega fram hjá skuldbindingum sínum til að innleiða löggjöf bandalagins gæti
það í sjálfu sér talist nægilega alvarleg vanræksla.
3.3.5 Mál Köbler
í nýlegum forúrskurði frá 2003, Köbler-málinu,51 var Evrópudómstóllinn í
fyrsta sinn spurður að því hvort reglumar sem settar voru fram í Francovich-
málinu um skaðabótaábyrgð ríkis ættu við þegar hægt væri að rekja brot á
bandalagslöggjöfinni52 til úrskurðar æðsta dómstóls aðildarríkis. Evrópudóm-
47 Evrópudómstóllinn vísaði einnig til sameinaðra mála nr. C-83/76, 94/76, 4/77, 15/77 og 40/77
HNL ogfleiri gegn ráðinu og framkvœmdastjórninni, sem fellur undir 2. mgr. 215. gr. Rs.
48 Mál nr. C-5/94 Hedley Lomas.
49 Mál nr. C-5/94 Hedley Lomas, 28. mgr. Sjáeinnig mál nr. C-127/95 Norbrook Laboratories 109.
málsgrein.
50 Sameinuð mál nr. C-178, 179, 188-190/94 Dillenkofer gegn Þýskalandi.
51 Mál nr. C-224/01 Köbler gegn Austurríki.
52 Meginreglan um frjálsa för launþega í 48. gr. Rs. (nú 39. gr.).
349