Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 55

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 55
sagði að það sem mestu máli skipti væri hvort ríki hafi við lagasetningu litið með bersýnilegum og alvarlegum hætti fram hjá þeim takmörkunum sem eru á svigrúmi ríkisins til mats við ákvarðanatöku.47 Þrátt fyrir að breski löggjafinn hefði augljóslega innleitt tilskipunina með ófullnægjandi hætti taldi dómstóll- inn að orðalag ákvæða hennar væri ónákvæmt og mögulegt væri að túlka það á þann veg sem breski löggjafinn gerði. Þar af leiðandi var skilyrðið um nægilega alvarlega vanrækslu á skuldbindingum ríkisins ekki uppfyllt. 3.3.3 Mál Hedley Lomas I Hedley Lomas-málinu frá 199648 voru málsatvik þau að breska ríkið hafði neitað að gefa út útflutningsleyfi og var í kjölfarið stefnt af útflytjanda vegna tjóns sem hann hafði orðið fyrir, á þeim grundvelli að brotið hefði verið gegn meginreglunni um frjálsa vöruflutninga samkvæmt 34. gr. Rs. (nú 29. gr.). Evrópudómstóllinn studdist við þau skilyrði sem sett voru í Brasserie du Pécheur og Factortame-málunum. Dómstóllinn taldi að hafi aðildarríki, sem brýtur gegn ákvæðum bandalagslöggjafar, haft lítið sem ekkert val um leiðir til þess að lögfesta ákvæði tilskipunar og mjög takmarkað svigrúm til mats, þá gæti brotið eitt og sér uppfyllt það skilyrði að vera nægilega alvarlegt.49 3.3.4 Mál Dillenkofer Þótt hægt sé að túlka dómafordæmi Evrópudómstólsins með öðrum hætti hélt Evrópudómstóllinn því fram í Dillenkofer-málinu frá 199650 að þau skil- yrði sem sett voru fram í fyrri dómum væru í grundvallaratriðum þau sömu. Jafnvel þótt skilyrðið um nægilega alvarlega vanrækslu á skuldbindingum hafi ekki komið skýrt fram í Francovich-málinu þá hafi það augljóslega verið upp- fyllt í því máli. Þar sem heimfæra verður skilyrðin upp á aðstæður hverju sinni veltur réttur til bóta samt sem áður á eðli brotsins. Ef aðildarríki lítur einfald- lega fram hjá skuldbindingum sínum til að innleiða löggjöf bandalagins gæti það í sjálfu sér talist nægilega alvarleg vanræksla. 3.3.5 Mál Köbler í nýlegum forúrskurði frá 2003, Köbler-málinu,51 var Evrópudómstóllinn í fyrsta sinn spurður að því hvort reglumar sem settar voru fram í Francovich- málinu um skaðabótaábyrgð ríkis ættu við þegar hægt væri að rekja brot á bandalagslöggjöfinni52 til úrskurðar æðsta dómstóls aðildarríkis. Evrópudóm- 47 Evrópudómstóllinn vísaði einnig til sameinaðra mála nr. C-83/76, 94/76, 4/77, 15/77 og 40/77 HNL ogfleiri gegn ráðinu og framkvœmdastjórninni, sem fellur undir 2. mgr. 215. gr. Rs. 48 Mál nr. C-5/94 Hedley Lomas. 49 Mál nr. C-5/94 Hedley Lomas, 28. mgr. Sjáeinnig mál nr. C-127/95 Norbrook Laboratories 109. málsgrein. 50 Sameinuð mál nr. C-178, 179, 188-190/94 Dillenkofer gegn Þýskalandi. 51 Mál nr. C-224/01 Köbler gegn Austurríki. 52 Meginreglan um frjálsa för launþega í 48. gr. Rs. (nú 39. gr.). 349
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.