Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 100

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 100
Varðandi fyrrri spurninguna segir Hæstiréttur m.a. að tilskipunin, eins og hún var tekin upp í EES-samninginn, heimili ekki að systkin stórra hluthafa séu útilokuð frá því að þiggja greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa. Hann segir í framhaldi af þessu að sú niðurstaða samræmist áliti EFTA-dómstólsins og að hafa beri hliðsjón af ráðgefandi áliti hans við túlkun ákvæða EES-samningsins. Þessi röksemdarfærsla er að mestu leyti sú sarna og í Fagtúnsmálinu.25 Hvað varðar síðari spuminguna vísaði Hæstiréttur til þeirrar niðurstöðu EFTA-dómstólsins að samkvæmt grundvallarreglum EES-samningsins beri aðilar hans skaðabótaábyrgð gagnvart einstaklingum á því tjóni sem hljótist af ófullnægjandi lögfestingu tilskipunar, enda sé nánar tilgreindum skilyrðum fullnægt. Við skýringu ákvæða EES-samningsins beri sem fyrr segir að hafa hliðsjón af ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins „... komi ekkert fram sem leiða eigi til þess að vikið verði frá því áliti“. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrár lýð- veldisins Islands nr. 33/1944 sé það hins vegar í valdi íslenskra dómstóla að skera úr um hvort bótaábyrgð aðaláfrýjanda njóti fullnægjandi lagastoðar að íslenskum rétti. Því næst segir Hæstiréttur að samkvæmt 4. mgr. aðfararorða EES-samnings- ins, sbr. og 15. mgr. þeirra, sé það markmið hans að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði sem grundvallist á sameiginlegum samræmdum reglum, sem leitast eigi við að skýra af samkvæmni, svo sem nánar sé kveðið á um í 1. þætti 3. kafla VII. hluta hans, sbr. og bókun 35 um framkvæmd EES-reglna. I 3. gr. samningsins sjálfs skuldbindi aðilar sig til að gera allar viðeigandi almennar eða sérstakar ráðstafanir til að tryggja að staðið verði við þær skuldbindingar sem af samningnum leiði. Islenska ríkið hafi þannig verið skuldbundið samn- ingsaðilum sínum eftir 7. gr. EES-samningsins til þess að laga íslenskan rétt að tilskipun nr. 80/987/EBE svo að efnislegt samræmi yrði á milli íslenskra réttar- reglna og ákvæða tilskipunarinnar. Þessi aðlögun hafi átt að veita eintaklingum réttindi að íslenskum rétti til ákveðinna greiðslna úr ábyrgðarsjóði við gjaldþrot og samkvæmt áðursögðu skyldi vera tiltekið samræmi á milli þessara greiðslna og sambærilegra réttinda annars staðar á hinu Evrópska efnahagssvæði. Skuld- binding íslenska ríkisins hafi verið fólgin í því að veita einstaklingum ákveðin 25 í dómi Hæstaréttar segir um þetta atriði. að í 24. tl. XVIII. viðauka EES-samningsins sé svo fyrir mælt að tilskipun nr. 80/987/EBE, eins og henni var breytt með tilskipun 87/164/EBE, skuli aðlaga á þann hátt að Island megi undanþiggja ábyrgðarsjóð greiðslum á sama hátt og gert sé í 6. gr. laga nr. 453/1993. Hins vegar hafi ekki verið tekið upp í viðaukann ákvæði sama efnis og upphafs- ákvæði 5. gr. laganna sem geri greiðslur úr sjóðnum skilyrtar því að þær hafi verið viðurkenndar sem forgangskröfur. Þessi ákvæði 24. tl. viðaukans heimiluðu því ekki að undanskilja gagnáfrýj- anda frá rétti til greiðslu úr ábyrgðarsjóði vegna þess eins að hún tengdist þrotamanni um fyrsta lið til hliðar. Sé sú skýring í samræmi við álit EFTA-dómstólsins, en við skýringu ákvæða EES- samningsins beri að hafa hliðsjón af ráðgefandi áliti hans. Þá er fleiri atriða getið í dómi Hæstaréttar og að lokum sagt að misræmið sem orðið hafi milli tilskipunarinnar og laganna sé verulegt að því er snúi að gagnáfrýjanda. Verði það ekki skýrt til samræmis eftir skýringarreglu 3. gr. laga nr. 2/1993. 394
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.