Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 33

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 33
þjónustufyrirtæki tók við af öðru. Þá vísaði hann einnig óbeint til niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Ulstein og Rfiisen-málinu með því að vísa í málsgrein í Siizen-málinu, þar sem Evrópudómstóllinn vísar orðrétt í dóm EFTA-dóm- stólsins.72 Þá túlkaði Hæstiréttur Austurríkis hugtakið eigendaskipti með til- vísun í dóm EFTA-dómstólsins í Ulstein og R0isen-málinu73 og svaraði þeirri spumingu játandi hvort eigendaskiptareglurnar ættu einnig við ef starfsmaður væri lærlingur. Evrópudómstóllinn fylgdi einnig fordæmi EFTA-dómstólsins í Eidesund- málinu og máli Ask gegn Aker og ABB í Oy Liikenne AB-málinu, þar sem niðurstaðan var sú að tilskipunin gæti átti við þegar skipt væri um þjónustu- fyrirtæki í kjölfar opinbers útboðs.74 Áfrýjunardómstóll Englands og Wales komst að þeirri niðurstöðu í svonefndu Adams-máli75 að öll réttindi og skyldur sem tengdust elli- og örorkulífeyri eða eftirlifendabótum væru undanþegin ákvæðum tilskipunarinnar samkvæmt 3. mgr. 3. gr. hennar. Vísaði áfrýjunar- dómstóllinn meðal annars til dóms EFTA-dómstólsins í Eidesund-málinu og tók fram að dómurinn væri „pursuasive authority“ þótt hann væri ekki bindandi. Áfrýjun til lávarðadeildarinnar var hafnað. Dómstóll á sviði vinnu- réttar í Bretlandi (The Employment Appeal Tribunal) komst að sömu niður- stöðu í svonefndu Frankling-máli og vísaði til úrskurðar EFTA-dómstólsins í Eidesund-málinu.16 5.2.3 Samhliða innflutningur I Silhouette-málinu komst Evrópudómstóllinn að þeirri niðurstöðu að innlend löggjöf sem kveður á um alþjóðlega tæmingu vörumerkjaréttar bryti í bága við 1. mgr. 7. gr. vörumerkjatilskipunarinnar.77 Úrskurðurinn var í grund- vallaratriðum á þeim rökum reistur að önnur niðurstaða samræmdist ekki mark- miðum innri markaðarins. í dómi Evrópudómstólsins var ekki vísað til niður- stöðu EFTA-dómstólsins í Maglite-málinu en þar var komist að gagnstæðri niðurstöðu. Jacobs, aðallögsögumaður málsins, vísaði þó til Maglite-málsins og sagði að mismunandi niðurstaða byggðist á staðreyndum málanna (í Maglite var um samhliða innflutning frá Bandaríkjunum að ræða, þ.e. frá ríki utan EES) og lagagrundvellinum (ólíkt Rómarsáttmálanum, er EES-samningnum ekki ætlað að komið á fót tollabandalagi heldur fríverslunarsvæði þar sem aðilar samningsins hafa yfirráð yfir viðskiptum við ríki utan svæðisins). Jacobs sagði enn fremur að honum þættu „extremely attractive“ röksemdir sænsku ríkis- stjómarinnar um að tilgangur vörumerkjaréttar væri ekki að gera eigandanum 72 2001 EWCA Civ 971, 2001 IRLR 542. 73 9 IbA 193/98t, dómur frá 7. október 1998, DrdA 1998, 269 ff. 74 2001 ECR, 1-745. 75 Adams o.fl. gegn Lancashire County Council and BET Catering Services Ltd, 1997, ICR 834= 1997 IRLR 436. 76 Franiding o.fl. gegn BSP Puhlic Sector Ltd, 1999 IRLR 212. 77 Mál nr. C-355/96, 1998 ECR, 1-4799. 327
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.