Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 137
sérkennum þegar lagt er mat á það hvort gjald, sem tekur eingöngu mið af því
hvort þjónusta er veitt á milli landa eða ekki, hindri þjónustu á EES. Það þýðir
þó ekki að ekkert tillit sé tekið til slíkra aðstæðna við mat á því hvort brotið sé
gegn EES-reglum. Nærtækt er að álykta að slíkar tilvikabundnar aðstæður komi
fyrst og fremst til skoðunar við mat á því hvort hindrunin sé réttlætanleg. Þá
verður að hafa í huga, enda þótt þeir hagsmunir sem ríki vísar til séu í mörgum
tilvikum taldir lögmætir og geti þar með réttlætt ráðstafanir er hindra þjón-
ustufrelsi, að gerðar eru kröfur til þess að ríki sýni fram á að þær ráðstafanir
sem gripið er til séu til þess fallnar að vemda þessa hagsmuni og gangi ekki
lengra en nauðsyn krefur í því sambandi.
3. MÁL NR. E-2/03 ÁKÆRUVALDIÐ GEGN ÁSGEIRI LOGA
ÁSGEIRSSYNI O.FL.
3.1 Málsatvik
Málið barst EFTA-dómstólnum frá Héraðsdómi Reykjaness sem óskaði
eftir ráðgefandi áliti um fimm spumingar sem komu upp í refsimáli sem rekið
var fyrir dóminum gegn þremur einstaklingum. Var þeim gefið að sök að hafa
brotið gegn ákvæðum tollalaga og almennra hegningarlaga með því að hafa
sammælst um að flytja út til fimm landa Evrópubandalagsins, á tímabilinu
janúar 1998 til desember 1999, þorskafurðir með röngum upplýsingum til
tollyfirvalda um uppruna afurðanna. Fiskurinn, sem veiddur var við strendur
Alaska og Rússlands, var sagður vera af íslenskum uppruna og nutu afurðimar
því tollfríðinda við innflutning til annarra EES-ríkja á grundvelli bókunar 9
EES. Tveir hinna ákærðu voru framkvæmdastjórar hjá fiskvinnslufyrirtæki sem
keypti þorskinn frosinn og annaðist vinnslu hans. Þriðji sakborningurinn var
framkvæmdastjóri hjá inn- og útflutningsfyrirtæki sem flutti afurðimar út.
Við rekstur málsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness héldu ákærðu í málinu
því m.a. fram að reglur sem giltu um uppruna þeirra vara sem málið snérist um
væru svo óljósar að leiddi rétt túlkun þeirra til þess að um brot væri að tefla þá
væri um afsakanlega lögvillu að ræða. Taldi Héraðsdómur Reykjaness nauð-
synlegt til úrlausnar málsins að fá ráðgjöf hjá EFTA-dómstólnum um túlkun á
bókun 9 EES til að geta ákvarðað hvort reglur EES-samningsins ættu við um
uppruna varanna eða reglur fríverslunarsamnings EFTA og Efnahagsbandalags
Evrópu (fríverslunarsamningurinn). Þá taldi héraðsdómstóllinn nauðsynlegt að
fá álit EFTA-dómstólsins um túlkun á þeim reglum sem giltu um uppruna
viðkomandi afurða. Hljóðuðu spumingar þær sem bomar vom undir EFTA-
dómstólinn svo:
1. Tekur orðið „viðskiptakjör" í 7. gr. bókunar 9 við EES-samninginn, sbr. og 3.
viðbæti við þá bókun, til upprunareglna þeirra sem er að finna í samningi milli
Efnahagsbandalags Evrópu og Lýðveldisins Islands sem undirritaður var 22. júlí
1972, þannig að þær gangi framar upprunareglum þeim sem er að finna í bókun 4
við EES-samninginn?
431