Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 35

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 35
5.2.4 Ríkisábyrgð til handa fyrirtækjum í eigu hins opinbera telst ríkisstyrkur I áliti Jacobs aðallögsögumanns í GEMO-máli Evrópudómstólsins var vísað til dóms EFTA-dómstólsins í Husbanken II-málinu til stuðnings hinni svo- nefndu „ríkisstyrkjanálgunar“ (state aid approach) við mat á því hvort fjár- hagsaðstoð ríkis til fyrirtækis sem veitir opinbera þjónustu geti talist ríkis- styrkur.83 Þetta álitaefni var, o£ er að hluta til enn, eitt það umdeildasta í ríkis- styrkjareglum bandalagsins. A því hefur nýverið verið tekið af Evrópudóm- stólnum í Ferring og Altmark-málunum þar sem beitt var gagnstæðri nálgun, þ.e. hallast er að svonefndri „mótframlagsnálgun" (compensation approach ).84 5.2.5 Matvælaöryggi: Höfnun röksemdafærslunnar um nauðsyn og viðurkenning á varúðarreglunni í málum um markaðssetningu á efnabættum matvælum Dómur EFTA-dómstólsins í Kellogg’'s-málinu hefur haft töluverð áhrif á dómafordæmi Evrópudómstólsins sem og undirréttar hans. I september 2002 féllst undirrétturinn á það í tveimur málum er vörðuðu efnabætingu dýrafóðurs með sýklalyfjum að varúðarreglan væri hluti bandalagsréttar og vísaði í því sambandi til niðurstöðu EFTA-dómstólsins í KelIogg’s-máIinu.S5 í september 2003 stóð Evrópudómstóllinn frammi fyrir því að úrskurða hvort heimilt væri að setja á markað efnabreyttan maís. Evrópudómstóllinn byggði einnig á dómi EFTA-dómstólsins í Kellogg’s-málinu þegar hann sagði: ... protective measures ... may not properly be based on a purely hypothetical approach to risk, founded on mere suppositions which are not yet scientifically verified.86 I áliti Alber, aðallögsögumanns málsins, var fjallað um dóm EFTA-dóm- stólsins í Kellogg’s-málinu. Mikilvægasti dómurinn á þessu sviði er án efa úrskurður Evrópudómstólsins í máli Framkvæmdastjórnarinnar gegn Danmörku. Málsatvik voru svipuð og í Kellogg’s-málinu og niðurstaða Evrópudómstólsins var að öllu leyti sú sama og hjá EFTA-dómstólnum. Taldi Evrópudómstóllinn að ríkisstjóm gæti ekki réttlætt bann við markaðssetningu efnabættra matvæla vegna þess eins að ekki væri næringarskortur í viðkomandi landi. Evrópudómstóllinn staðfesti einnig tilvist varúðarreglunnar og setti sömu skilyrði fyrir beitingu hennar og EFTA- 83 Álit frá 30. apríl 2002, mál nr. C-126/01 Gemo, fn. 64,77. 84 Mál nr. C-53/00 Ferring, 2001 ECR, 1-9067 og C-280/00 Altmark Trans, 2003 ECR, 1-7747. 85 Mál nr. T-13/99 Pfizer Animal Health, 2002 ECR, 11-3305 og T-70/99 Alpharma, 2002 ECR, II- 3495. 86 Dómur frá 9. september 2003, mál C-236/01 Monsanto Agrícoltura Italia, 106. málsgrein. 329
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.