Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 28

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 28
í málum Dr. Brandle, nr. E-4/00, Dr. Mangold, nr. E-5/00 og Dr. Tshannet,61 nr. E-6/00, voru til umfjöllunar ákvæði læknalaga í Liechtenstein þar sem fram kom að læknar og tannlæknar sem óskuðu eftir starfsleyfi í Liechtenstein gætu einungis starfrækt eina stofu, óháð staðsetningu („single practice“-reglan). Austurrískir ríkisborgarar sem ráku lækna- eða tannlæknastofur í Austurríki sóttu um leyfi til þess að setja upp og starfrækja lækna- eða tannlæknastofur í Liechtenstein. Umsóknum þeirra var hafnað af yfirvöldum í Liechtenstein á grundvelli þeirrar reglu að hver og einn mætti aðeins starfrækja eina stofu. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í öllum málunum að þessi regla fæli í sér hömlur á staðfesturétti í skilningi 31. gr. EES-samningsins þar sem hún kæmi í veg fyrir að læknar og tannlæknar sem störfuðu utan Liechtenstein settu þar upp aðra stofu. Eins og segir í dóminum getur krafan um eina stofu gert lækna og tannlækna fráhverfa því að setja á fót stofu í Liechtenstein og haft þar með bein áhrif á aðgengi þeirra að markaðinum þar. Röksemdir ríkisstjómar Liechtenstein, um að reglan um eina stofu væri réttlætanleg vegna almanna- hagsmuna eins og að viðhalda fjárhagslegum stöðugleika almannatrygginga- kerfisins í Liechtenstein, sjálfbærni heilbrigðiskerfis sem væri opið öllum og að ábyrgjast hágæða læknisþjónustu í Liechtenstein, voru ekki teknar til greina. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að við þær aðstæður sem voru fyrir hendi í öllum málunum væru þessar hömlur á staðfesturétti hvorki viðeigandi né nauðsynlegar til þess að ná þeim markmiðum sem Liechtenstein stefndi að. 4.8 Matvælaöryggi: Höfnun röksemdafærslunnar um nauðsyn og viðurkenning á varúðarreglunni í málum um markaðssetningu á efnabættum matvælum (Kellogg’s) í máli Eftirlitsstofnunar EFTA gegn Noregi,62 nr. E-3/00, var fjallað um bann Noregs við innflutningi og markaðssetningu á vítamín- og jámbættum Kellogg’s komflögum sem framleiddar vom og markaðssettar á löglegan hátt í öðrum EES-ríkjum. Norska ríkið hélt því fram að með því að sýna fram á að ekki væri vítamín- og jámskortur hjá norsku þjóðinni væri réttlætanlegt að banna markaðssetningu á kornflögum framleiddum í Danmörku. EFTA- dómstóllinn hafnaði þessari röksemdafærslu á þeirri meginforsendu að stjórn- völd í Noregi höfðu um árabil staðið fyrir efnabætingu tiltekinna vara. Sú spurning hvort efnabæting matvæla sé nauðsynleg gæti verið réttlætanleg á grundvelli meðalhófsreglunnar. A sama hátt taldi dómstóllinn að ríkisstjómir gætu stuðst við varúðarregluna við mat á því livort heimilt væri að banna markaðssetningu á efnabættum komflögum af heilbrigðisástæðum í þeim tilvikum þegar reglur aðildarríkjanna hafa ekki verið samhæfðar. Samkvæmt þeirri meginreglu er nægilegt að sýna fram á vísindalega óvissu varðandi þá hættu sem um ræðir. Dómstóllinn lagði áherslu á að ráðstafanir yrðu að 61 Skýrsla EFTA-dómstólsins 2000-2001, bls. 123, 163 og 203. 62 Skýrsla EFTA-dómstólsins 2000-2001, bls. 73. 322
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.