Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 52
to the analogous provision of Article 86 of the ECSC Treaty, the judgment in Case 6/60 Humblet v Belgium (1960) ECR 559).37 Dómstóllinn komst því að þeirri niðurstöðu að samkvæmt bandalagsrétti gæti aðildarríki, að vissum skilyrðum uppfylltum, verið skaðabótaskylt gagn- vart einstaklingum vegna tjóns sem þeir verða fyrir þegar að ríki hefur vanrækt skuldbindingar sínar samkvæmt löggjöf bandalagsins. Þegar dómstóllinn hafði komist að þeirri niðurstöðu að skaðabótaábyrgð ríkis væri meginregla í bandalagsrétti fjallaði dómstóllinn um þau skilyrði sem verða að vera uppfyllt svo að skaðabótaábyrgð komi til álita. Dómstóllinn tók fram í upphafi að skilyrði fyrir skaðabótaábyrgð ríkis væru háð eðli þeirra brota á bandalagslöggjöf sem leiddu til tjóns. Taldi dómstóllinn að eftirfarandi skil- yrði yrðu að vera uppfyllt: • Tilgangur tilskipunarinnar verður að vera sá að veita einstaklingum réttindi; • Nauðsynlegt er að hægt sé að skilgreina þessi réttindi á grundvelli ákvæða tilskipunarinnar, og • Orsakatengsl verða að vera á milli brots aðildarríkis á bandalagslöggjöf og tjóns aðila. Dómstóllinn eftirlét dómstól aðildarríkisins að heimfæra þessi skilyrði upp á málavexti í viðkomandi máli.38 Dómstóllinn lagði áherslu á að beita skyldi skaðabóta- og réttarfarslöggjöf viðkomandi lands þegar skaðabóta væri krafist, en tvö skilyrði þyrfti að uppfylla. I fyrsta lagi mættu efnisleg og réttarfarsleg skilyrði fyrir bótaábyrgð ekki fela í sér lakari réttarstöðu en gilti um hliðstæðar innlendar kröfur og í öðru lagi mætti framsetning þeirra ekki vera með þeim hætti að það væri í reynd ómögulegt eða óhæfilega erfitt að fá bætur. Evrópu- dómstóllinn hafði þegar sett þessi tvö skilyrði með tilliti til endurgreiðslu á skatti sem lagður hafði verið á í andstöðu við bandalagslöggjöf. I Francovich- málinu vísað dómstóllinn sérstaklega til þessa fordæmis39 og setti með lög- jöfnun sömu skilyrði hvað varðar skaðabótaábyrgð ríkis. Evrópudómstóllinn hefur í síðari málurn ítrekað þessi skilyrði.40 Evrópudómstóllinn hefur í þeim málum sem á eftir hafa komið skýrt frekar skilyrði fyrir skaðabótaábyrgð ríkis41 og í raun mótað upp á nýtt, en ávallt lagt áherslu á að skilyrðin hafi verið efnislega samhljóða í öllum dómunum.42 Skil- yrðin fyrir skaðabótaábyrgð ríkis eru nú yfirleitt orðuð með eftirfarandi hætti: 37 36. málsgrein. 38 Þó að ítalskur dómstóll hafi dæmt Francovich bætur, þá missti hann bótaréttinn í kjölfarið á Francovich II þar sem vinnuveitandi Francovich féll ekki undir ákvæði tilskipunarinnar. 39 Mál nr. C-199/82 Amministrazione delle Finanze dello Stato gegn San Giorgio, 1983, ECR 3595. Nýrra dæmi er t.d. mál nr. C-129/2000 Framkvœmdastjórnin gegn Italíu. 40 Sjá t.d. mál nr. C-5/94 Hedley Lomas, 31. málsgrein; mál nr. C-127/95 Norbrook Laboratories 111. málsgrein og mál nr. C-224/01 Köbler gegn Austurríki, 58. málsgrein o.s.frv. 41 Sameinuð mál nr. C-46/93 Brasserie du Pecheur gegn Þýskalandi og C-48/93 Factortame\ mál nr. C-5/94 Hedley Lomas og sameinuð mál nr. C-178, 179, 188-190/94 Dillenkofer gegn Þýskalandi. 42 Sameinuð mál nr. C-178, 179, 188-190/94 Dillenkofer gegn Þýskalandi, 23. málsgrein. 346
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.