Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 65

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 65
Þessi niðurstaða var studd frekar með rökstuðningi er byggðist á grund- vallarmuninum á eðli EES-samningsins og bandalagsréttar. Að mati íslenska ríkisins varð við það að miða að í tilvikum þar sem efni dómsniðurstöðu Evrópudómstólsins félli ekki undir 6. gr. EES-samningsins, en gæti þrátt fyrir það haft áhrif á einsleita túlkun EES-samningsins, yrði að fjalla um málið með þeim hætti og af þeim aðilum sem gert er ráð fyrir í 105.-111. gr. EES-samningsins, en ekki af EFTA-dómstólnum. Að lokum taldi íslenska ríkið að spumingin um skaðabótaskyldu ríkisins í þessu máli lyti í raun að áhrifum þjóðréttarlegrar skuldbindingar sem réttar- heimildar í íslenskum landsrétti. Með öðmm orðum lyti álitaefnið að túlkun íslenskra laga að því er varðar tengslin milli landslaga og þjóðaréttar og ætti því ekki undir lögsögu EFTA-dómstólsins. 5.1.4 Ríkisstjórn Noregs Ríkisstjóm Noregs taldi, líkt og ríkisstjóm íslands, að meginreglan um skaðabótaábyrgð ríkisins væri ekki hluti EES-réttar. Til stuðnings þessu áliti sínu byggði ríkisstjómin á muninum á milli EES-samningsins og bandalagsréttar. EES-samningnum var lýst sem þjóðréttarsamningi sem skapaði réttindi og skyldur milli samningsaðila en fæli ekki í sér þá yfirþjóðlegu þætti sem ein- kenna bandalagsrétt og vísaði til álits Evrópudómstólsins nr. U91.76 Ríkisstjómin viðurkenndi að EES-samningurinn fæli í sér kvaðir um að aðiIdarrfki fullnægðu samningsskuldbindingum sínum, sérstaklega í 3., 7. og 104. gr. EES-samningsins og í bókun 35 við samninginn, en hélt því fram að þessi ákvæði væru byggð á þeirri forsendu að EES-samningurinn fæli ekki í sér framsal löggjafarvalds, og að sérstök lögtaka væri nauðsynleg til að EES- reglum yrði beitt í landsrétti. I þessu tilliti var fjallað um kenninguna um „tvíeðli“ sem beitt er í norrænu ríkjum EFTA en hún felur í sér að þjóðréttarlegar skuldbindingar verða ekki hluti landsréttar fyrr en þær hafa verið lögleiddar sérstaklega. Hér er um að ræða lögfestingu umfram samþykki á fullgildingu. EES-samningurinn fæli hvorki í sér framsal löggjafarvalds né afsal kenningarinnar um tvíeðli lands- réttar og þjóðaréttar. Þetta þýddi að mati rrkisstjómarinnar að EES-reglur gætu ekki haft bein réttaráhrif. EES-samningurinn hefur ekki að geyma ákvæði um skaðabótaskyldu ríkis og að mati ríkisstjómarinnar benti það sterklega til þess að samningsaðilar hafi ekki undirgengist neinar skyldur í þessu sambandi. Þeir sem stóðu að gerð EES-samningsins hafi tekið sérstaklega á því álitaefni hvaða gildi samningurinn ætti að hafa í landsrétti viðkomandi ríkja; það hafi verið með lögtöku ákvæðanna sem var ætlað að gilda fyrir borgara ríkisins. Það væri því farið á svig við þessa ráðagerð ef EFTA-dómstóllinn staðfesti að samningsbrot leiddu til skaðabótaábyrgðar, þar sem samningurinn ^6 Sjá neðanmálsgrein nr. 65. 359
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.