Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 11
VII
Vorið 1895 gefek Sæmundur lieitinu að eiga Elínu,
dóttur Eggerts sýslumanns Briem, er lengi liafði verið
forstöðukona fyrir kvennaskólanum á Ytri-Ey.
Á 13. ári varð liann yfirkominn af sullaveiki; þjáð-
ist liann af sjúkdómi þessum í mörg ár, en um tvítugs-
aldurinn var hann þó batnaður honum til fulls; getur
samt verið, að þetta hafi veikt líkamabyggingu hans og
þótt hann væri sjaldan veikur eptir að hann kom á
fullorðinsár, var hann þó aldrei hraustlegur hvorki í
útliti oða framgöngu. í byrjun aprílmánaðar 1896 var
hann eitt sinn á gangi, fjekk hann þá blóðspýting, og
kom það þá fram, að hann hafði banvæna lungnatær-
ingu; mun hún hafa búið í honum nokkuð lengi áður;
hann lá svo rúmfastur næstum 7 vikur þjáningalítill og
með fullri rænu, en smásaman dró af honum, til þess
er hann andaðist 18. maí sama ár.
Sæmundur heitinn var heitur og einlægur trúmað-
ur, eigi að eins af sannfæringu, að því er til trúarsetn-
ingauna tók, hcldur var hanu og að eðlisfari gagntek-
inn af lotningu fyrir hiuum ósýnilega heiini og kær-
) leika til guðdómsins; hann kannaðist fyllilega við vald
hins vonda í heiminum, en heldur en að líta á það út
af fyrir sig, hneigðist hugur hans fremur að því, að
líta á krapt kærleikans; eins og hann lagði áherzlu á,
að þeir kraptar, sem eyddu gróðri landsins, mættu sín ^
minna, ef mennirnir gengju ekki í iið moð þeim, en
þeir kraptar, er styddu gróðurinn, svo var honum og
eiginlegt í andlegum efnum, að hafa jafnan fyrir aug-
um þann sigur hius góða yfir hinu illa, scm mönnunum
með guðs hjálp er unnt að ná. ílann hjelt nokkrum
sinnum ræður í kirkjunni og í þeim íiestum, ef eigi öll-
um, kom hann við það, að allar almennar framfarir
yrðu að byggjast á grundvelli kristiudómsins og styðj-
Á