Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 32
20
um, sem búiu eru til úr 1 hluta af kreólíni, 1 hl. af
spiritus og 8 hl. af grænsápu, og verður að hræra þetta
vel saman.
Þar sem fje hefur fengið kláða, verður að baða allt
fjeð og er þá rjettast, að baða fyrst það, sem er eða
virðist heilbrigðt, en sjúku kindurnar síðast og má þá
ekki sleppa þeim saman við hitt fjeð, fyr en þær oru
læknaðar. Það ,er og sjáifsagt, að stía.kláðakiudum frá
öðru fjo undir eins og á þeim sjer, til þess að forðast
frekari útbreiðslu ldáðans. Eigi má hýsa heilbrigðt eða
baðað fje í húsum þeim, sem kláðasjúkar kindur hafa
verið í, fyr en búið or að sótthrcinsa þau, og skal farið
um það nokkrum orðum síðar. Loks skal þess getið,
að eigi kláðalækniugin að koma að tilætluðum notum,
verður að gæta mikillar nákvæinni við böðunina og um
fram allt varast að ílýta sjer um of.
Karbólsyrubað má búa til úr 3 hlutum óhrcinsaðr-
ar karbólsýru, l'/2 hl. grænsápu og 100 hl. vatns, og
á hiti þess — eins og hvers annars baðs — að vera
30 stig á C. í bað handa 100 nýrúnum kindum má
því ætla 15 pd. af karbólsýru, 8 pd. af grænsápu og
250 potta af vatni. Fyrst skal grænsápan leyst vel í
sundur í svo miklu af heitu vatni, sem til þess þarf,
og því næst er karbólsýrunni hcllt í og skal þetta vand-
lega hrært saman. Legi þessum er þá hellt saman við
vatuið í baðkerinu; cn gæta skal þess, að vel sje bland-
að, því að ef karbólsýran íiýtur ofan á, getur hún
skaðskemmt kindina. Að öðru leyti er böðunaraðferðin
hin sama og við kreólín-baðið, en þareð karbólsýran er
mjög eitruð, verður að viðhafa nákvæma gætni, að
ekkert fari í munn, augu, nasir cða eyru kindarinnar.
Karbóisýrubað það, sem kennt er við Ziindel, er
búið til úr 3 pd. af óhreinsaðri karbólsýru, 2 pd. af