Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 64
5 a
felldi ralci í húsunum orsakar skemmdir á öllu því, sem
í þeim er geymt, og hefir eflaust óheillavænleg áhrif
á heilsufar þeirra, cr í þeim búa, bæði manna og mál-
leysingja. Þetta á sjer cinkum stað þar sem bæirnir
eru byggðir í smákofum, sundurhólfaðir með þjrkkum
veggjum og stöfnum, er alla vega snúa, og hljóta að
drekka í sig hvern dropa af regnvatni, án þess að geta
orðið af með það aptur öðruvísi en að senda það út í
herbergin í sinni náttúrlegu mynd (vatni), blandað ó-
hollum efnum úr moldinni, eða þá sem rakagufu. —
Þetta er nú reyndar nægilega útlistað af mörgum, svo
óþarfi er að fara orðum um það, enda er vaknaður
verulegur áhugi á þvi, að fá umbætur á þessu og þær
víða orðnar hjá sjálfseignarbændum og hinum efnabetri;
en hjá öllum þorra bænda cr þó ásigkomulagið óánægju-
legt og jafnvcl sorglcgt. Það er auðvitað, að fjeleysi
er aðal-þrepskjöldur í vegi fyrir verulegum umbótum,
en það er þó meðfram þekkingarleysi, áhugaleysi og
fastholdni við það gamla, sem er orsökin. Því væru
bæirnir á smærri jörðum alinennt ein lialabygging (o: ein
tópt nógu löng og hæfilega breið fyrir bæjarhúsin), er
hólfuð væri í sundur með fjalvið, þó umgjörðin væri úr
torfi, en öll sund, krossgöng, þverveggir og þess konar
aftekið, þá yrðu svoleiðis bæir alls ekki dýrari en
hinir, sem eru margkrossaðir eða samskeyttir með „röð-
um“, en veggirnir í svoleiðis byggingu verða miklu þurr-
ari og þokkalegri, og húsakynnin þar af leiðandi raka-
minni. Með útúrskotnu anddyri og 2—3 hurðuin, cr faila
vel við dyrustafi, má útibyrgja kulda á vetrum í svo-
leiðis bæjum, svo ekki komi bleytuslagningur í her-
bergin af því.
1 Búnaðarritinu 1892 er góð og greinileg ritgérð
um bæjabyggingu eptir Björn búfræðing Bjarnarson í