Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 192
180
allir að stcfna ofanhallt við þann manninn, sem á nndan
er, en ekki hver á eptir öðrum, því ef vaðið er tæpt,
geta öptustu mennirnir farið ofan fyrir brotið, því ætíð
vilja hestar heldur hrökkva undan straum.
Eklci má lcasta liart þungum böggum á hesta, því
þyngd baggans eykst svo mikið við kastið, að hestarnir
geta reynzt.
Opt er hestum til þvingunar að kverkólar eru
spenntar of fast. Það er ekki nóg, að kverkólar sjeu
rúmar, þegar hestar eru beizlaðir, því þcgar farið er að
ríða hestum, hefjast höfuð þeirra upp og kverkar krepp-
ast, þá þrengja ólarnar um leið andrúm hestanna og
geta hestarnir þannig átt erfitt með að ná andanum og
því fremur sem þeir eru móðari.
Á móti stormi ætti aldrei að ríða hart, því að með
því er hestinuin hætta búin, einkum hvað brjóstið
snertir.
Þegar hestar eru brúkaðir, þarf að lofa þeim að
standa við á kverjum klukkutíma að minnsta kosti 2
mínútur. Eptir því sem brúkunin er erfiðari, eptir því
þarf hesturinn lengri hvíld. Þegar hesturinn fer t. d.
harðasta brokk í 3 kl.tíma, heldur hann eins vel út að
fara hægt brokk í 6 tíma og seinagang í 10—12 tíma.
Þegar áð er, ættu menn ætíð að sjá um, að hestar geti
fengið að grípa í jörð eða hey, og að drekka. Það er
of almcnnur ósiður, hvað menn hugsa lítið um að vatna
hesturn sínum. Á ferð þyrfti að bjóða hesti vatn á
hverjum klukkutíma. Þegar reknir eru hestar, og lind
eða lækur er á leið þeirra, er nauðsynlegt að stöðva
ferð þeirra og lofa þeim að drekka. Sama er að segja
um það, ef hestar eru teymdir, það verður að sjá um,
að allir hestar í lestinni fái að drekka.
Þegar Norðlendingar eru á ferð með hesta, hvort