Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 70
58
Þess væri óskandi, að húsabyggingar á bújörðum
bænda - - peningshús og önnur úthýsi jafnt sem sjálf
bæjarhúsin — tækju verulegum almennum framförum
innan skamms. Það má álítast sannarlegt velferðarmál
fyrir þjóðina og þætti mjer fyrir mitt leyti tilhlýðilegt,
að landssjóður legði fram einhvern dálítinn skerf til
þess. Það yrði ekki einungis mikill fjársparnaður fyrir
landið framvegis, ef öll hús yrðu gerð að mun varan-
legri, en þau nú eru yfirlcitt, heldur inundi það hafa hin
æskilegustu áhrif á heilsufar landsbúa, ef mannahýbýlin
væru gerð svo, að ekki væri sífellt rakalopt í þeim, úr
fúinni mold og forarbleytu úti og inni, og við það
minnkaði barnadauði líkl. að mun. Loptslagið hjá oss
er að allra rómi svo hollt og gott, að heilsufarið gæti
máske tekið fram heilsufari allra annara þjóða, ef skil-
yrðin frá þessari hlið ekki vantaði. — Landssjóöur ætti
að vcrja skatti af fasteign, sem í hann rennur, til verð-
launa nokkurt árabil fyrir býsing á sveitabæjum, eptir
einhverri fastri grundvallarreglu, sem ákjósanlegust
þætti. Ættu sýslufjelögin að ráða hvert yíir sínum út-
skipta hluta, og sem þá ekki kæmi til útborgunar, nema
að því leyti, sem unnið yrði til verðlaunanna. Líka
stæði landsbankinn vel að vígi nú orðið, að rjetta hjálp-
arhönd til einhverra framkvæmda, er miðuðu til hag-
sælda, á sama hátt og hann gerði til íshússins í Reykja-
vík, og væri ekki ótilhlýðilegt fyrir hann, að velja sjer
þessa götu til að ganga á. Svo hefir hann margar jarð-
ir að veði fyrir pcningum sínuin, að honum mætti vel
vera þetta mál viðkomandi, og að jarðirnar hækki í
verði, hcfði aukandi og bætandi áhrif á veltu hans fram-
vcgis. —