Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 201
189
Sjeu eiturefni þau, er valda hitasóttinni, injög ill-
kynjuð, verða öll þessi einkcnni ákafari og veikin hættu-
legri. — Það er jafnan batamerki, þegar líkamshitinn
minnkar smátt og smátt, æðaslögin verða rólegri og
skepnan fer að jeta betur; eu ills merki er það, og jafn-
an fyrirboði dauða, þegar líkamshitinn minnkar snögg-
lcga svo, að stigatalan verður lægri, en hjá heilbrigðu
dýri.
Meðferð. Það er að sjálfsögðu eðlileg afleiðing af
því að hitasótt er enginn sjerstakur sjúkdómur, heldur
sjúkdómseinkenni, — að fyrst og fremst verður að snúa
sjcr að aðalsjúkdóinnum og reyna að lækna hann, enda
batnar þá hitasóttin líka. Sjeu t. d. illkynjuð sár, ígerð
cða drep einhverstaðar, verður að sjá uni að vcita sára-
véssunum burt, svo að þeir lendi ekki stöðugt inn í
líkamann, blóðið. Iíitasóttina, eða rjettara sagt aukn-
ing líkamshitans, er í sjálfu sjer að álíta (sbr. „Eim-
reiðin“ II, 2) sem nokkurs konar tilraun frá líkamans
hálfu, til þess að deyfa eða eyðilcggja citurcfnin og
höfunda þeirra (bakteríurnar), og því er ekki ástæða
til að skipta sjer svo mjög af hitanum, nema hann verði
svo mikill, að skepnunni sje bein hætta búin. Opt or
þó nauðsynlegt, að gefa inu kælandi meðal, þegar skepn-
an er mjög dauf og lystarlaus, þótt hitinn sje ekki svo
ákafiega mikill, því að flest slík meðul hafa þau áhrif,
að lystin batnar og er það einn af aðalkostum þeirra.
En hvað sem öðru líður, þá er það samt áríðandi, að
loptgott sje og ekki allt of heitt, þar sem- hin sjúka
skepna er. Hún verður að fá góða, óskcmmda og Ijetta
fæðu og að drekka eptir vild, nema sjúkdóinurinn sje
þannig lagaður, að slíkt sje til verra (sbr. síðar). Til
að minnka hitann og bæta iystina má gefa inn antifebrin,
hestum og nautum 8—15 grömm, íje 2—4 grömm og