Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 63
61
bleytugufan gæti rokið upp. Kæmi þá að sönnu eflaust
bleytuhúð á milli borðanna, og máske undir þeim lílca,
en nokkuð af ígerðargufunni bærist að líkindum af stæð-
unni, þegar vindblær væri, og engin ábreiða væri yfir
henni, svo hún yrði minni fyrir það; en þetta er þó
mjög tvísýnt. Að öðru leyti h-lýtur maður að játa, að
heyvcrkunaraðferð þessi er bæði einfökl og kostnaðar-
laus, verkdrýgindi í henni, og það jafnvel þó þurkatíð
sje, þarf ekkert fyrirhlað nje nokkra umsjón eða fyrir-
höfn, annað en að búa svo um að ofan, að ekki geti
drepið niður í heyið. Það væri þess vegna ef til vill
tilvinnandi, að viðhafa hana þar sem nóg er slægjuland,
en jeg fyrir mitt leyti álít súrheysverkun í tópt ákjós-
aniegri enn þá sem komið er. Að hafa þessa fargheys-
stæðu kringlótta, eins og talað er um í ísafoldar-grein-
inni, heiir sjálfsagt enga þýðingu, nema að hliðarflötur-
inn að utan verður lítið eitt minni tiltölulega við hey-
magnið. En þannig lagaða stæðu yrði óþægilegra að
fergja með borðum og grjóti, og þekja að ofan, svo
hún væri óhult fyrir úlfelli. Moldarlag ofan á getur
vitanlega verið gott til að fergja með, ef mönnum þykir
það eins handhægt og þægilegt og grjót, en fyrir því
er varla ráð að gera hjer á landi, enda fyrirbyggir
það alla uppgufun úr heyinu, ef hún kynni að reynast
þörf. —
III.
Það rýrir mjög mikið hag bænda, live ill og ó-
praktisk húsakynni yflrleitt eru á jörðunum. Hinir sí-
blautu torfvoggir og torfþök senda eyðileggingu frá sjor
í ríkulegum mæli í viðina og láta þá okki endast tí-
unila part af þeim tíma, er þeir mættu og ættu að end-
ast, ef þeir alltaf væru í þurk, auk þess sem hinn sí-
4*