Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 181
169
þurkaðar, fiskæti, hrátt eða soðið, hart eða saltað, alls-
konar kjöt og slátur o. m. fl. Allt fóður hesta, hey og
annað er gott að salta, sömuleiðis er gott að blanda
það með lýsi; það getur mikið bætt slæmt fóður. Hent-
ugast mun vera, að blanda saltinu og Iýsinu í heyiðað
sumrinu, þegar í heystæðuna er látið, og má þá strá
því í heyið.
Ekki er hægt að ákveða, hversu mikið fóður skuli
gefa hverjum hesti á dag; það fer auðvitað mikið ei»tir
því, hver hesturinn er. Nákvæm eptirtekt og reynzla
getur bczt leiðbeint í því efni. Ef miðað er við hest,
sem er ungur, í meðallagi stór, í góðum holdum og
brúkunarlaus, þá mun hann þurfa af viðhaldsfóðri að
minnsta kosti sem svarar 15 pd. af meðaltöðu eða töðu-
gæfu heyi. Ef hesturinn er brúkaður, þarf hann eptir
því meira fóður þess meira sem hann er brúkaður, tvö-
falt eða meir hvað næringargildi snertir; samamásegja
um það, ef hesturinn er magur eða gamall. Meira fóð-
ur þarf líka hvert dýr í kulda en hita. í hlutfalli við
hver 100 pd. af ljettri töðu eða sinulausu og góðu út-
heyi mun mega ætla til fóðurs 30 pd. af baunum, 33
pd. af rúgi, 35 pd. af byggi og 371/* pd. af höfrum.
Drykkur fullorðinna hestu er sami sem folalda. —
En þegar hestar fá gott fóður, er alveg óþarft að
brynna þeiin, ef næst í hreinan snjó, og er þá áríðandi,
að svo mikill snjór sje hjá þeirii, að þeir ljúki honum
ckki milli gjafa. Sje hestinum gefið mikið af slæmu
þyrkingshoyi, þá er nauðsynlcgt að brynna honum á
hverjum degi, þó hann hafi nógan snjó, því þá riður á,
að hcsturinn hafi sem mestan kviðinn. Menu skyldu
ætíð varast að gefa hestunum, þegar þeir eru heitir
eða sveittir, ískalt að drekka, en ef maður neyðist til
þess, þá þarf að gefa vatnið í íláti og láta heyvisk í