Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 78
66
þar á meðal er æðarvarpið farið að gefa drjúgt í aðra
hönd. — Sögurnar geta opt og einatt um heimþrá ís-
lendinga, sem voru í útlöndum, og þó að landið sje nú
orðið sorglega mikið á eptir tíinanum, þá gerir þó þessi
tilíinning enn þá eflaust vart við sig í brjóstum margra
íslendinga, sem erlendis cru. Já, Islendingum má lika
sannarlega þykja vænt um gamla landii) sitt!
V.
Með svona glæsilegu áliti á kostum landsins þykir
það nú líklega koma undarlega fyrir, að Islendingar
hafa dregizt svo mikið aptur úr öðrum þjóðum. Bn
þegar maður athugar ástandið, eins og það var ölduin
saman undanfarna tíma, þá er þetta ekkert ócðlilegt.
Umboðsmenn konungs hnepptu allt í fjötra, fyrirmun-
uðu mönnum óbeinlínis — ef ekki beinlínis — að vera
sjálfstæðir til að leita sjer bjargar af sjó, og sugu blóð
og merg úr mönnum á margau hátt. Menn máttu ckki
verzla nema þar sem þeim var fyrirskipað, og ef seldir
voru nokkrir „úrkastsfiskar“ öðrum kaupmanni cn þeim,
sem maður átti að verzla við, þá varðaði það búsióðar-
missi og húðstrýkingu, sem næst gekk líftjóni. Sjáliir
oinbættismennirnir máttu ekki kaupa sjer flskifæri af
útlendum fiskimönnum, þó þá vanhagaði um það, til að
gcta fengið málsverð úr sjó handa sjer og fjölskyldu
sinni, nema eiga á hættu embættismissi og fjárupptekt
í sektafje. Þar að auki dró klerkavaldið katólska fast-
eign og annað fjc úr höndum landsmanna í stórum
skömtum, bæði með rjettu og röngu, þó það máske hafi
ckkert framar reirt menn í ófrelsisfjötra að öðru leyti
heldur cn klerkavaldið cptir siðaskiptin, þegar konungs-
valdið veitti því skjól og fylgi. — Að öllu þessu at-
huguðu cr ckki að undra, þó dáð og drengskapur dofn-