Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 196
184
partarnir liggja hærra og þeim skýlir síður ís og snjór
á vetrum. Yitanlega eru margir balar og hólar, bæði
í túnum og annarstaðar, mcð eggsljettan grassvörð. Bn
bæði er þar máske grynnra moldarlagið ofan á ösku,
mel eða annari harðri og fastri jarðtegund, og svo hafa
áhrif frostsins líklega verið jafnari á þeim blettum,
annaðhvort alveg huldir snjólagi, eða þá alauðir, svo
frostið hefir ekki getað vorkað mismunandi á þá í svo
litlum mæli að mynda þúfur. En það má líka telja
sjálfsagt, að því fastari sem jarðvegurinn er og gras-
svörðurinn betur gróinn, því minni verða áhrifin að
þúfur myndist, þótt snjólagið sje misþykkt.
Ef þcssi skoðun mín hefði nú við rök að styðjast,
þá er áríðandi, að láta alla þúfnasljettun verða sem
jafnasta og hrjónuminnsta. Hvernig sem á því stendur,
hverfa ekki sjálfkrafa þær frostbóiur, sem myndast í
jarðveginum á nýrri túnsljettu, þótt þær minnki nokkuð
þegar klaki fer úr jörð; en þær eru svo gljúpar og
auðvelt að berja þær niður, á mcðan jörðin en að þiðna,
að það er tiltölulega lítil fyrirhöfn, bara að jarðlag-
ið nái ekki að þorna áður en maður gerir það. Ensje
þeim leyft að vera kyrrum, þá fá þær vöxt og við-
gang með tímanum; það hef jeg fengið að sjá á litlum
bletti, er jeg sljettaði í túni fyrir 32 árum síðan. —
Allir vetrar eru að sönnu cflaust ekki jafnslæmir með
að búa til þúfur, það fer cptir snjólagi og vcðurlagi,
og gcta máske sumir verið alveg lausir við það. — Að
betra sje að sljetta í „beð“ en flata blctti, cr eðlilegt,
þótt frostinu sje kennt um þýfið, því snjónum svifar
jafnara af hinni upphækkuðu miðju og hann skýlir jafn-
ara lægðunum, svo hvorttveggja fær sín áhrif mcð
ineiri jöfnuði eu annars máskc væri.
5+2 = 7,