Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 19
7
og ullarfitunni gulbrúnar skorpur, sem opt geta orðið
þykkar og stórar og sitja fastar í ullinni. Undir kaun-
um þossum halda svo maurarnir sig. Smátt og smátt
losna skorpurnar við húðina og eptir því sém ullin
vex, færast þær utar, en opt losnar ullin með, bæði af
því að rætur háranna eyðileggjast og kindin klórar sjer
mjög og nuddar. Má þannig opt sjá á kláðafje, að út
úr sjálfri ullarkápunni standa stærri eða smærri lokkar,
sem gjöra útlitið ótútlegt, en berar skellur með köflum.
Sjálf húðin undir hefur misst hinn náttúrlega hörunds-
lit, er sumstaðar þykkri og stinnari, en aptur á öðrum
stöðum alsett rifum og sprungum og jafnvel stórum
sárum, sem stöðugt ýlir úr.
Eitt af aðaleinkennum kláðans er, að kindina klæj-
ar ákaft og notar hún því hvcrt tækifæri, sem býðst,
til að klóra sjer og nudda; er þetta oft hið fyrsta, er
vokur grun um kláða. Sje þeim klórað, láta þær í ljósi
hina inostu ánægju, bæra varirnar, stappa ósjálfrátt
niður afturfótunum, bíta á jaxla, hreyfa rófuna í ákefð
og þrýsta sjer æ meir upp að þeim, er klórar. Mcst
klæjar þær, þegar þeim er heitt, svo sem í heitum, rök-
um húsum, úti í sólarhita, cptir hreyfingu og á kvöldin
undir nóttina. Klórið íiýtir, eins og áður er sagt, fyr-
ir ullarfaliinu og við það versna allar rifur og sprung-
ur og geta orðið að stórum sárum.
Sá sem nokkrum sinnum hefur sjeð kláðakind og
voitt henni nánara athygli, mun eiga fremur hægt með
að þekkja fjárkláðann, sje hann á kindinni að nokkr-
um mun; en þó vil jeg setja hjer í fám oröum hiu
helztu atriði, er menn hafi hugföst og marka má kláð-
ann af:
1. Að sýkin er nœrn; sjest það bczt á því, að hún