Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 83
71
gjörningi. Það er víst enginn eíi á því, að áður fyrri
hafa nijólkurkýr yfirleitt sýnt iniklu minna gagn en þær
nú gera (það eru racðal annars nokkrar ritgerðir í „Lær-
dómslistafjelagsritunum“ gömlu, er benda á þetta) og
fiefir því arðurinn af eigninni þar af leiðandi verið minni.
Sje nú þetta rjett, þá má keldur skoða það sem fram-
för í búskapnum í þeirri grein, heldur en apturför, þó
því að eins, að jörðin missi einkis í af áburðinum. En
það er nú veika hliðin, og sem einna mest hneykslar
útlendinga, að við brennum ofmiklu af sauðataðinu.
Taki maður nú jafnframt verzlunarskýrslurnar og
beri þær sarnan við búnaðarskýrslurnar, þá sanna þær
líka framför í efnalcgu tilliti þennan umrædda tíma.
Þcgar teknar cru aðalvörurnar af afrakstri landbúnað-
arins að meðaltali árin 1892 og 1893: lifandi pening,
ull, kjöt, gærur, feitmeti, og metnar til peninga sem
næst meðalverði þau árin — og svo aptur meðaltal af
sömu vörum 1872—1875 og setur sama verð á þær, —
þá verða þær það meiri 1892 og 93 en hin árin, að
nemur fullum 450 þús. kr., scm nokkuð er í hlutfalli
við framförina eptir búnaðarskýrslunum á þessu 20 ára
tímabili. - Á skýrslunum um afurðir af sjávarúthald-
inu er miuna að byggja, því bæði koma þar fram svo
mikil útlend áhrif og afiaárin eru svo misjöfn, að fram-
för eða apturför landsins getur síður sjezt á þeim. Þó
munu skýrslur þessar yíirleitt benda i sömu áttina og
kinar hagfræðisskýrslurnar.
VI.
Þctta hjer að framan bendir nú á, að landið sje
nokkrum milljónum kr. ríkara nú en það var fyrir ná-
lægt 20 árum síðan, og þó hefir það misst talsvert fje
til Ameríku á þessu tímabili og haft færri fyrir aö vinna