Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 77
65
frjóvgunarkrapti sínrnn. Á túnblettinn er reiknaður all-
ur vinnukostuaður, og það í fyllsta mæli, til að teðja
bann, en enginn eyrir á akrana. Öll akuryrkju- og upp-
skerutólin eru svo dýr cptir áðurnefndum reikningi frá
Kanada — þess vegna eru lika vinnulaunin tiltölulcga
lítil af því verkfærin eru fullkomin -— að rentur af verði
þcirra, þó ekki sje reiknað nema 5°/0 nema í burtu
meira en helming af nettó-ágóðanum; og sainskonar gjald
hlýtur að hvíia á akuryrkju Daua, En heyskapargögn-
in hjá oss eru svo verðlítil, að þesskonar álaga á þau
er sama sem engin. Enn fremur yrði líklega eptirgjald
eptir landblettinn hjá oss tiltölulega talsvert minna
heldur en í útlöndum, ef það væri tekið til greina
Aptur á móti gefa akrarnir máske dálítið af sjer auk-
reitis til skepnufóðurs, hálm og kornhýði (,,Klid“), cn
sem þó líklega nemur litlu að verðhæð af tveggja dag-
slátta stærð. —
Eptir þessu framanskrifaða vill það verða ofan á,
að kvikfjárræktin hjá oss þurfi ekkert að öfunda akur-
yrkjuna af afrakstri sínum. Það þarf ekki að heimta
meira af ræktun landsins en svo, að „eyrisvöllur" (3
dagsláttur), eins og gömlu mennirnir vildu vera láta,
fóðri kúna, til þess kúaræktin standi akuryrkjunni full-
komlega á sporði. Og þó sauðpeningsræktin sýni lægri
ágóðatölur, heldur en nautpeningsræktin, þá má líta á
það, að sauðskepnan er minna upp á mannshöndina kom-
in og liíir meira á því, sem náttúran einsömul „sáir til
og vökvar“. — Degar nú að landið, með sínum fiskisælu ám
og vötnum, er svona gott í sjálfu sjer, en hcfir auk þess
hina miklu og annáluðu auðlogð í hafinu allt í kringum
sig, þá verður það skiljanlegt, að það launaði forfeðr-
unum vel og rækilega dugnað sinn. Og slíkt hið sama
gerir það enn og mun gera, þegar því er sómi sýndur;
Búnaöarrit XI. 5