Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 27
15
])á auðsætt, að því meira sem eyðist af hita, því meira
þarf kindin af næringarefnum til að „brenna“, hún
verður að fá meira fóður; fái hún það ekki, leggur
hún af, því að þá for hún að taka til þeirra efna, er
hún safnaði sjer, meðan hún var heilbrigð og átti góða
daga. Að því er teppingu húðöndunarinnar snertir, þá
er það kunnugt, að kláðafje er mjög hætt við lungna-
veiki, vatnssýki og ýmsum uppdráttarkvillum, er leitt
geta til dauða.
Kláðinn veldur ennfremur mjög mikilli eyðslu og
skemmdum á ullinni, því að bæði er það, að liún dett-
ur opt af með köíium og svo koma í hvert ullarhár
fieiri eða færri bláþræðir, sem gjöra ullina nær óhæíi-
lega til klæðagjörða. 1 löndum þeim, sem fjárkláði er
í að nokkrum mun, getur ullarmissirinn einn valdið
stórkostlegum skaða. Þannig telja Þjóðverjar, að hjá
sjer neini ullarmissirinn eingöngu mörgum miljónum
króna á ári hverju.
Loks má néfna hinn sífellda óróa, sem stafar af
því, að kindina klæjar ákaft, er maurarnir stinga hana
og skríða til og frá um húðina; hún hefur aldrei frið
og gefur sjer tæplega tíma t.il annars en að klóra sjer
bæði með tönnum, hornuin og fótum; sjái hún stein,
garð eða moldarbakka, þýtur hún þangað til að svala
þjáningum sínum og er það bersýnilegt, að hún eyðir
ekki litlum tíina og vinnu til alls þessa; en þegar litið
er til þess, að hver lireyflng skepnunnar kostar hana
meira eða minna af næringarefnum, þá er auðvelt að
skilja, að það eru engir smámunir, sem fara til ónýtis
við kláðaóróann.
Að vísu er kláðinn ekki talinn illkynjaður sjúk-
dómur að því leyti, að lífl skepnunnar sje svo mjög
hætta búin, þó að það vilji eigi all-sjaldan til, að magr-