Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 88
7(5
stæður og ekkert upp á aðra kominn. Hagur einstakl-
ingsins skapar hag tjelagsheildarinnar.
Hjer á landi er eíiaust minna „djúp staðfest“ niilli
alþýðunnar og heldri mannanna, heldur en víðast i út-
löndum, og þó t. d. embættismennirnir haíi fieiri krónur
til að „spila með“ árlega en bændurnir yíirleitt, þá er
þó staða bóndans, þegar fjárhagur hans á annað borð
er viðunanlegur, að mun frjálslegri og i raun og vcru
sælli og betri heldur en staða embættismannsins. Báðir
þurfa að vinna fyrir lífsþörfum sínum, en hin lílcamlega
vinna tekur hinni fram í því, að hún, hóílega stunduð
og í góðu loptslagi, styrkir líkamabygginguna og gerir
menn hraustari og heilsubetri, þolbetri í öllu tilliti. Og
þegar bændur eru að verki sínu og sjá það ganga við-
unanlega, þá geta þoir unað vel hag sínum, því þeir
þurfa engri ábyrgð að sæta og engum reikningsskap að
lúka af þeirri lífsiðn sinni, öðrum en sjálfum sjer.
í 61. bl. „ísafoldar“ 1894 var þarfleg hugvekja
mcð fyrirsögninni: „Aðsóknin að latínuskólanum", er
gengur aðalloga út á það, að huglciða, hvort tilvinnandi
sje frá fjárhagshliðinni, að eyða fje til latinuskólanáms
út á seinfengna og óvissa (unbættismannaleið, eða hafa
fjeð, er til skólanáinsins gengur, til að undirbúa lifs-
stöðu piltsins á annan hátt. Nú á seinni árum eru
komnir upp alþýðuskólar í landinu og latínuskölinn er
ekki lengur sú eina stofnuu, cr vcitt geti undirbúnings-
menntun undir lífsstarfið. Það ætti því hclzt að hverfa
sú ástríða, sjer í lagi meðal bænda, að hvenær sem ein-
hver piltur finnst að hafa hæfiloika til bóknáms, þá sje
sjálfsagt, þegar efnin leyfa, að senda hann í „lærða
skólann“. Það er að siinnu góðra gjalda vcrt, að allir
foreldrar manni syni sína sem bezt, en þeir ættu að at-
huga vel um eðlisfar piltanna og vilja þeirra sjálfra,