Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 54
42
velta burtu frá manni, ef maður á annað borð hefir
hana nokkra á inilli handanna; gott ef hún þá ekki
veltur í burtu til að sækja óhamingju yfir eiganda sinn.
Það þykir nú líklega miður sæinandi, að löggjafar-
valdið apturkalli „frélsislögin“ frá 2. febr. 1894. En
lögunum ætti helzt að breyta svo, að aldurstakmarkið,
sem vistarbandið miðast við, væri fært úr 22 upp í 25
ár, eins og áður var, en leyfisbrjefið fáist þá ókeypis,
eins og ákveðið er við 30 ára aldurinn, ef menn vildu
milda úr þessari apturköllun á aldurstakmarkinu. Þar
væri þó fengin trygging fyrir bændur um þriggja ára
vinnutíma hinnar uppvaxandi kynslóðar, ef þeir vildu
ganga eptir þvi, og er það nokkurt stig í áttina til að
hjálpa þeim. Þá fyrst er iíka hver maður fullveðja og
fuilþroskaður og þess vcgna færari um að átta sig á
lífinu, vclja það góða, en hafna því illa, þar sem honum
þremur árum yagri væri hættara við að villast á glap-
stigu, fyrst út í lausamennskuna, er honum máske reynd-
ist illa, og svo þaðan aptur á lakari slóðir. — Að pen-
ingagjald fyrir leyfisbrjefið fjolli alvcg burtu, að undan-
tcknum skrifarapeningunum, væri í sjálfu sjer cðlilegast, því
að því lcyti sem frelsi einstaklingsins þætti heft með
vistarbandinu, þá ætti lögbundin takmörkun á því að
vcra vegna almenningsheillar, en ekki til að okra á því.
Þegar á það er litið, hve hræðilega stuttur sá tími
er, sem sveitabóndinn hefir yfir að ráða til að vinna
fyrir öllum hcimilsþörfum sínum — því í raun og veru
er það ekki nema sjálfur heyannatíminn, jafnvel þó bæði
vor og haust geti talizt bjargræðistími í vissu tilliti fyr-
ir hann sem aðra — þá er von að allir vilji nota þann
tíma sem bezt. En hætt er við, að gömlu mennirnir
suniir hafi gcngið nokkuð langt, þegar þeir vildu ekki