Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 154
142
brokkgang, setur hann apturfótinn niOur að meira eða
minna leyti fyrir framan frumfótarsporið, af því þá er
hið fjaðurmagnaða fótatak apturfótarins orðið svo krapt-
mikið að spyrna hestinum áfram.
Brokkið er hinn þýðingarmesti gangur hestsins.
Þareð hver fótur ber ailtaf jafnmikinn þunga af lík-
ainanum, þá kemst hann á brokki lengri veg á
jafnstuttum tíuia en á nokkrum öðrum gangi án þess
að ofþreytast, vöðvarnir æfast og styrkjast, og hestur-
inn venst á að nota rjett og stöðugt liðamót fótanna.
Hann fær því á brokkinu góðan undirbúning til þoss
síðar að geta framkvæmt hinar erfiðari gangtegundir
ljettlega og íimlega.
Við tamninguua ætti [iví að æfa brokkið mikið.
Af því ótemjur bera sig vanalcga lágt að framan,
eru hreyíingar bóganna stirðar og hindraðar af ofmikl-
um þunga á framhlutanum. Þær geta því ekki tekið
framfæturna nógu vel fram í samanburði við apturfæt-
urna, sem þær þó setja niður fyrir framan framfótar-
sporið. Þetta brokk er vegna þess, hve gangurinn er
stirður og óreglulegur, óhentugt á reiðhesti, og verð-
ur því smámsaman að breyta því í tamningunni.
Það verður að heimta, að hesturinn sje fetviss á
brokkinu, það er að segja, hvort sem ætlast er til, að
hann brokki hart eða hægt, að hann gjöri það reglu-
lega, þannig að limirnir hreyfist jafnt. — Hann verður
að brokka fjörlega og jafnt, en ekki smáhægja á sjer,
því þá verða hreyíingarnar daufar og þunglamalcgar og
síður hægt að hafa fullkomið vald yfir hestinum.
Ennfremur verður að vera jafnvrægi á skrokknum,
þannig að þungamiðja hestsins sje rjctt undir manninum
og er það eitt aðalskilyrði fyrir því, að hann brokki
óaðfinnanlega.