Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 179
167
lega tekið frá hryssunni og þang.að til þau mega hittast
aptur, verður að líða að minnsta kosti svo sem þriggja
vikna tími, og vissast er að bera á júgrið tjöru eða
annað, sem vond lykt er af.
Fóður folalda þarf að vera sjerlega hollt ogkjarn-
gott. Þcirn má gefa smágerða græna töðu og töðugresi,
einnig grænt mýrarhey, sinulaust og leirlaust; sömu-
leiðis eru bleyttir eða malaðir hafrar gott fóður, og
ýmislcgt, sem haft er til manneldis. Bkki ætti að gcfa
folöldum meira fóður í oinu en þau geta lokið og er
betra að gefa þeim optar, 3 -4 sinnum á dag. Það er
gott að gefa ungviði lyktardauft en myglulaust hey við
og við, svo það venjist okki á hoyvendni.
Drylclmr folalda ætti að vera hroint vatu, ef þéim
cr ekki gefin mjólk eða mjólkurblanda, sem bezt er.
Súrmjólkurblanda er nærandi drykkur fyrir öll hross,
ung og gömul, sje húu ekki því súrari. Það er sumra
manna trú, að sýran gjöri hesta mæðna, en jeg hef
reynzlu fyrir því, að svo er ekki*
Jíús folalda þarf að vera bjart, rúmgott og súg-
laust, hvort sem þau ganga undir hryssunum eða eru
skilin frá þeim. Það er áríðandi, að þau geti hrcyft
sig sem mest, bæði úti og inni.
Hirðing folalda, ef þau eru tekin undan hryssunni,
þarf að vera sjerlega nákvæm; hiti þarf að vera í húsi
þeirra um 12 stig á Reaumur’s hitamæli. Betra er að
*) Skagfiröingar kafa eflauBt haft gott álit á sýru handa hest-
um, því GíbIí Konráðsson getur þess í þætti „Grafar-Jóns og Stað-
armanna", að Jón þessi, Bem þátturinn er kenndur við, hafi verið
meetur reiðmaður í Skagafirði á sinni tíð, og átt afbragðshesta og
alið þá á töðu og sýru. Einn af heBtum Jóns var „Himna-
Bleikur1', sem Skúli fógeti tók „og þðtti hin raesta gerBemi". (sbr.
„íalending" 2. ár, nr. 3).