Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 81
vcra meira. Þannig hafa, eptir áminnstri búnaðar-
skýrslu, verið sljettaðar á 4 árum — 1888—91 — 725
dagsláttur í túni, og ef hlutfallið væri það sama næstu
4 ár, þá ætti það við árslok 1895 næstl. 8 ár að vera
1450 dagsláttur, og það metið til peninga, 180 kr. fyrir
hverja dagsláttu, er menn almennt telja kostnaðinn við
sljettunina, þá gerir það 261,000 kr. Þar að auki eru
margar jaröir miklum mun meira í verði fyrir auknar
og bættar húsabyggingar á þeim; svo þegar hvorttveggja
er samanlagt, þarf maöur ekki að verða „sekur um goð-
gá“, þó maður álíti, að nokkuð af sjóðunum, ásamt
auknum höfuðstól í húsum, sje beinn gróði landsins á
næstliðnum 20 árum; nfl. að jarðirnar hafi stigið svo í
verði fyrir umbætur á landeign og húsum, að nema
muni talsverðu af því, er landsmeun skulda sjóðunum,
svo þær skuldir geti oins og horfið inn í það. — Eversu
mikið hafa ekki t. d. Þorvaldur á Þorvaldseyri í Rang-
árvallasýslu, Andrjes á Hvítárvöllum í Borgarfjarðar-
sýslu, Jón á Söndum í Húnavatnssýslu, Ólafur í Ási í
Skagaijarðarsýslu, Sigurjón á Laxamýri í Þingeyjarsýslu
og margir, margir fleiri — aukið verð ábúðarjarða sinna
með hvorutveggju þvi framanskrifaða? — Auk þessa,
sein jeg þegar hof talið, má nefna það, að landið á nú
2 allstór gufuskip —• báða mennina, sem eiga þau, má
vonandi telja sem íslenzka borgara, að minnsta kosti
cru þau keypt fyrir ísl. gróðafje — og 2 eða 3 minni,
svo mun og þilskipum (seglskipum) hafa talsvert fjölg-
að næstl. 20 ár. Brýr yfir ár eru smíðaðar fyrir allt
að 200 þús., nýir vegir lagðir fyrir landssjóðsfje, er allt
má telja gróða fyrir landið, og það moira virði eptir
en áður.