Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 30
18
á tveimur, er sjálfsagt að velja það, scm vissast drep-
ur maurana og hefur sem minnst skaðleg áhrif á sjálf-
ar kindurnar. Að öllu öðru jöfnu er og sjálfsagt, að
taka það baðið, sem ódýrast cr og auðveldast að búa til.
Kreólín-bað. Af lyfjum þeim, sem nota má til kláöa-
baða, mun hið enska kreólín nú vera í einna mestu á-
liti1 og ber til þess einkum þetta þrennt, að það drepur
kláðamaura — og lýs - fullt svo vel sem nokkurt ann-
að baðlyf, er menn nú þekkja, að i því eru engin eit-
urefni, er skaði skepnu þá, sem böðuð er, og að það
skemmir ckki ullina. Auk þess er krcólín-bað ódýrt og
auðvelt að búa það til.
Krcólín-baðið er búið til á þann hátt, að hluta
af kroólíni er blandað í 100 hluta af vatni og á hiti
blöndunnar að vera 30 stig á C, eða hjer um bil ný-
mjólkur-volgt. Er svo ætlazt til, að í bað handa 100
nýrúnum eða nýklipptum kindum nægi ö'/í pottur af
af kreólíni og 250 pottar af vatni, en sje fje baðað í
ullu á haustin, mun ckki veita af 4 pottum af baðlegi
í hverja kind, svo að i bað handa 100 fjár þyrfti þá
10 potta af kreólíni og 400 potta af vatni, en mjög
fer þetta eptir ull og stærð kindanna.
Baðkcrið verður að vera nægiléga stórt til þess að
flotið geti yfir kindina alla, er henni er dýft niður í;
má til þess nota ferkantaðan kassa, er sje um 2 álnir
á lengd, 1 al. á breidd efst, en nokkuð mjórri niðri við
botninn, og 1 x/4 al. á dýpt. í stað þess að hafa annað
ker til að láta kindina í, meðan hún er nudduð og
kreist er úr ullinni, má nota hlemm, er sje álíka stór
og ummál kersins ofan til, til að láta hana standa á.
Á annar endi hlcmmsins að hvíla á öðrum gafli kersins
1) Síðau 28. fobr. 1889 hefur kreólin-baðið verið fyrirskipað af
PrUssastjórn sem kláðabað þar í landi.