Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 131
119
Eins og skýrslan ber með sjer, sýktust 38 kindur
alls, 2 hrútar á 3. vétur, 4 á 2. vetur, 14 lambhrútar,
17 lainbgeldingar og 1 gimbur, sú eina sein í húsinu
var. — Af þessnm kinduin drápust og voru skornar að-
framkomnar alls 20, 1 hrútur á 2. v., 7 lambhrútar, 11
lambgeldingar og 1 gimbur. 12 af þeim voru dauðar
á 5. degi eptir að á þeim sá, 2 drápust á 6. degi, 1 á
7. degi, 1 á 8. d., 1 drógst upp á 20 dögum (giinbrin)
og 3 höfðu orðið albata eptir fyrsta sýkiskastið, en
veiktust aptur eptir nokkurn tíma og drápust 1 eptir
3daga, 1 eptir 10 d. og 1 drógst upp á löngum tima, allt
að mánuði. - -
Af þeim 18, sem lifðu, urðu 10 albata fyrstu 14
dagana, 2 batnaði, on veiktust aptur að alllöngum tima
liðnum, en urðu ekki mjög veikar og skánaði fljótt.
Einni batnaði ckki fyrri on eptir 29 daga og 5 voru
ekki orðnar vel hraustar, þegar þeiin var sleppt úr húsi
seint í apríl, eu voru að sjá vel hraustar, þegar þær
komu til rúnings í júní og ekki bar heldur neitt á
veikindum í þeira, meðan þær voru hýstar fyrri hluta
maímánaðar í hríðinni miklu. Það lítur því út fyrir,
að þær hafi farið batnandi við útiganginn, þó tíð væri
fremur ill og gróður enginn, er teljandi væri
Iivað lækningatilraunir snertir, þá var ekki annað
reynt en terpentína blönduð bómolíu eða þorskalýsi og
nokkrum kindum var gcfin inn homöopathameðul eptir
ráði Zipperlens. Af kindum þeim, er sýktust, var 30
gefin inn terpentína og þar af lifðu 13, eu 27 drápust / •
eða 56,6°/0 —. 6 kindum var gefin terpeutína áður en
þær sýktust og veiktust 5 af þcim, 4 drápust. Við 4
kindur voru rcynd homöopathameðul og drápust 2 af
þeim. Við 8 sjúklinga var ekkort reynt og drápust
að oins 2.