Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 207
195
bæja hrundu; 1 Landmannasveit fjellu alls 34 bæir, í
Gnúpverjahrepp hrundu til grunna 20 bæir, í Ölfusi
um 30 og um 20 býli i Flóa. Jarðir skcmmdust mjög
af grjóthruni úr fjöllunum; þar scm áður voru grösug-
ar hlíðar, urðu víða leirfiög ein af skriðuhrauni. Víða
komu sprungur í jörðu, stærstu í Landmannahreppi (á
aðra mílu) og á Skeiðum. Nýjar uppsprettur og liver-
ar komu upp og laugar breyttust i hveri. Skemmdir
urðu víða á útihúsum og heyjum, girðingum og görðum.
Var skaðinn metinn alls um 300.000 kr.
Góðvíðri voru fyrir sunnan land og vestan, meðau
jarðskjálftarnir stóðu yflr. Haustið var yfirleitt hret-
viðrasamt og kalt. í októbermánaðarbyrjun gerði ofsa-
veður af norðri og fylgdi því fannkiugi norðan og aust-
an; fjárskaðar urðu þá og nokkrir á Austfjörðum og
skip strönduðu tvö á Reykjavíkurhöfn. Fram til ára-
móta var veðrátta óstöðug, úrkoma mikil, en frost eigi
eigi hörð. Ofsavoður kom rjett íyrir nýjárið á Aust-
fjörðum, reif upp grjót á Stöðvarfirði, braut glugga á
húsum með íleiri skcmmdum.
Hafís kom snemma í marzmánuði að Norðurlandi,
varðlandfastur við Hornstrandir, rakinn á Húnaíióa, Skaga-
íjörð og inn uudir Hrísey á Eyjafirði; íshroða rak inn á
ísafjarðardjúp. ísinn var á flækingi fram á vor milli
Horns ogSljettu ogurðu gufuskip, er ætluðu til Norður-
lands að hverfa frá bæði við líorn og Tjörnes.
Heyskapur var mcð rýrasta móti og sumstaðar
miklu minni en í meðallagi. Grasspretta var yfirleitt í
lakara lagi og vegna stöðugra óþerra var nýting stopul
í sumum hjoruðuin. Þar sem jarðskjálftarnir urðu
rnestir, varð ekkert úr heyskap; auk þcss kom hlaup
mikið i Markarfljót, er gjörði allmikinn skaða á heyjum
13*