Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 25
13
inni og er það eðlileg afieiðing af þvi. að þá gengur
fjeð sjálfala og á við góð og heilsusainleg kjör að búa;
en á haustin, þegar farið er að taka það í hús, versnar
hann aptur og fer vanalega stöðugt versnandi eftir því
scm á líður vetur og vor, og á þetta rót sína að rekja
meðal annars til hinnar slæmu hirðingar og ljelegu
fæðu, er fjeð hefur á vetrin.
Þtjðing Máðans. Ef vjer viljum virða fyrir oss,
hvaða þýðingu kláðinn hefur fyrir hverja einstaka kind,
á vel við að líta nokkuð nákvæmar á aðgjörðir maurs-
ins, meðan hann er á fjcnu og dæma svo afleiðingarnar
af verkum hans. Aðalstarf inaursins er auðvitað að
hafa ofan í sig að jeta, að sjá lifi sínu og kyni borgið,
og velur hann sjer þá ekki verstu eða kraptminnstu
fæðuna, heldur leggst haim á aðaliífsuppsprettu skepn-
unnar, blóðið, og sýgur það. E>egar gætt er að því, að
öll þau næringarefni, sem kindin nær úr fóðrinu við
moltinguna, ganga yflr í blóðið og hringsóla með því
um allan kroppinn, hinum einstöku pörtum til viður-
væris, en til þess að halda meltingunni við eða þeim
líffærum, sem að henni starfa, eyðist mjög mikið af
næringarefnum, — þá er það auðsætt, að missir þcss-
ara efna einmitt á því stigi, þegar kindin hefur með
ærnum kostnaði gjört þau að „holdi af sínu holdi“, er
ekki cinfaldur heldur margfaldur skaði og ef til vill ó-
bærilegur skaði, því að þótt maður vildi bæta kindinni
það með því, að gefa henni meira fóður, þá er ekki
sagt, að það geti komið að gagni, þar sem meltingar-
færunum yrði ef til vill ofboðið. — Það cr alkunnugt, að
kláðinn drogur mjög úr vexti og viðgangi kindarinnar,
meðan hún er ung, og liggur það meðal annars í því,
að maurarnir ræna hana svo miklu af næringarefnum,
að eptir verður lítið sem ekkert, er safnast geti fyrir