Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 164
162
lega gang, þannig, að hesturinn tekur fótinn hærra upp
og eins og pjakkar honum stífum niður aptur.
Hestum, sem hafa slæma fótabyggingu eða eru íóta-
veikir, veikbyggðir eða hafa verið ofþreyttir, hættir
sjerstaklega til að víxlast. . Orsökin getur líka verið sú,
að hesturinn hafi verið fipaður í ganginum af óæfðum
reiðmanni, sem hefur verið óstöðugur á hestinum og ekki
setið hann rjett að öðru leyti. Hestar með þessum ó-
vana eru opt tilfinninganæinir, hjartveikir eða fjör-
miklir.
Það er enn fremur títt, að folöld venjist á víxl,
og orsakast það opt af því, að þau hafa verið ofþreytt.
Ætti því að varast, að reka folaldshryssur langt eða
hart, ef hjá verður komizt. Bins og skiljanlegt er,
verður ætíð langerfiðast að ná víxli af þeim hestum,
sem búnir eru að hafa það svo langan tíma, frá folalds-
aldri til fullorðins ára.
Til þess að venja þennan galla aí'hestinum, verður
fyrst með góðri meðferð og atlæti að fá hann til að
bera traust til manns. Taumhaldið verður að vera stöð-
ugt og nákvæmt, og þurfi að hvetja hann, þá sje það
gjört með gætni, svo hann síður fipist. Það verður að
varast, að láta hann fara á þeirri ferð, seni honum
hættir mest við að víxlast á. Bezt er, cf hægt er, að
fá hann til að brokka jafnt og reglulega. Ef það cr
hægri framfótur, sem byrjar víxlið, skal halda höfði
hestsins lítið eitt til vinstri handar, þegar menn finna,
að hann ætlar að bregða víxlinu fyrir, til þess að gjöra
hægri bógnum erfiðara fyrir, en hann eigi því hægra
með að hreyfa þann vinstri. Sje það vinstri fótur, scm
byrjar, skal halda höfði hans í gagnstæða átt. Heppn-
ist þó ckki að ná víxlinu af hestinum, en eigi samt að
ríða hann til vekurðar, verður að taka hann niður af