Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 183
171
ætti að vera milli hestanna, er næði 21/* al. frá stalli,
yrði þá l1/^ al. breitt bil frá því til veggjar, og ganga
hestarnir þar eptir út og inn.
í milligerðarlausum bcstbúsum eru menn opt neydd-
ir til að binda besta eða bafa spýtu á milli þeirra. Ef
hestar eru bundnir, verða böndin að vera eins útbúin
og kýrbönd, svo ekki geti þau snúist um háls hestanna.
Sje spýta höfð milli hestanna, verður að gæta þess, að
hún geti færst upp og niður; heyrt hef jeg þcss getið,
að hestar haíi færst undir spýtuna, þegar þeir hafa leg-
ið; er þeir svo hefðu ætlað að stauda upp, haíi hrygg-
urinn lent neðan undir spýtunni og hesturinn hrygg-
brotnað.
Opt slæða hestar heyinu og er það einatt því að
kenna, að stallurinn er of hár; hann ætti ekki að vera
hærri en svo, að hesturinn þurfi ekki að toygja hálsinn,
er hann þá hjer um bil mátulegur l1/^ al. á hæð.
Margir negla þverrimar yfir stallinn, til þess að
hestar slæði síður, en betra er að setja slá fyrir ofan
stallfjölina, líkt og jötu- eða garðabönd i fjárhúsum, 16
þml. frá stalli, og negla svo rímla lóðrjctta á slána og
stallfjölina með 12 þml. millibili, þá slæða hestarnir
varla miklu.
Á hesthúsum, einkum útigangshesta, þurfa að vera
góðir strompar; hestar þurfa ávallt að hafa gott lopt,
en skaðlegast er að svækja og hiti sje í húsum þeirra
hcsta, sem látnir eru út í kalt veður. Fyrir heystæðu-
dyrum eiga að vera hurðir, sem varna súg þaðan og
að mygla og rylc komist úr heyinu inn í hesthúsið.
Eins og áður er ávikið, er nauðsynlegt, að í hest-
húsum sje góð birta, þó ættu gluggar, hvort sem þeir
eru einn eða fleiri, að vera svo settir, að hirtuna leggi
ekki beint í augu hestanua. Gluggar þessir þurfa ekki