Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 86
74
leggja fram alla krapta sína til að hafa sig áfram, og
líklega hafa mörgutn brugðizt margar vonir, er þeir
gerðu sjer áður en þeir fóru, eptir frjettunum að vest-
an við og við. Þeir hafa fengið reynzlu fyrir því, að
menn eru ekki að sjálfsögðu orðnir aðnjótandi sæliífis-
ins, er auðmennirnir í útlöndum njóta, strax og komið
er til þeirra. Það er því líklcgt, að menn skoði út-
flutningsmálið Iramvegis með varhyggð og skynsemi, og
láti ekki blekkjast af fortölum agenta, sem alltaf er
verið að senda hingað, og sem eflaust hafa laun sín að
einhverju leyti miðuð við höfðatölu þá, er þcir geta út-
vegað, — heldur nái útflutningur til Ameríku að eins
til þeirra, er eitthvert ólán eiga við að stríða hjer heima,
eða þykir lífið þungbært hjer í einhverju tilliti, án þess
að geta sjálfum sjer um kennt. — Að rífa sig upp frá
því, sem maður þekkir út í yztu æsar, og flytja sig í
aðra hcimsálfu, þar sem maður kemur algjört í nýjan
heim; vera eins og viðundur á þeirri löngu leið og þurfa
misjafnt að reyna á henni, þar á meðal að hafa máske
aðbúnað og atlæti eins og skynlaus skepna væri, en
hafa enga vissu um betri lífskjör, þegar þangað er kom-
ið, — það er sanuarlega íhugunarvert fyrir hvern og
einn. Það liggur t. d. i augum uppi, hver munur er á
notalegheitunuin við aila útivinnu í liinu milda lopts-
lagi hjer á landi og hinum brcnnandi hita iuni í land-
inu í Ameríku, þar sem flestir Íslendingar cru niður
koinnir, og svo hinum bítandi kulda á vetrum. Þetta
fá víst flestallir íslenzkir karlmenn að reyna, sem vest-
ur fara, því þeirra hlutfall vcrður að vinna þar fyrir
sjer með höndunum.
Eitt af því, sem líta má á við útflutningana, er
það, að hver meðlimur ísl. þjóðarinnar á sinn skerf í
viðlagasjóði landssjóðsins, sem nú mun vera nálægt 14