Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 187
175
rjett lögð undir, á hún að falla svo vel, að hvergi húsi
undír hana og ytri rönd hennar fylgi ytri röiul hófsins
þangað sem hann er víðastur, þá skal hún ganga ögn
út fyrir og sömuleiðis standa lítið eitt aptur af hæln-
um. Eigi má laga rjettan hóf eptir skeifunni, heldur
skeifuna eptir hófnnm; aldrei klípa þvert af tánni.
Gæta verður þess að járna upp nógu opt, því að van-
ræksla í þvi efni hefur drepið margan hest. Hina svo
nefndu axarskafia tel jeg skaðlega og hef jeg marg-
falda reynzlu fyrir því, en sumarskafla ættu allir að hafa.
Y. lteiðskapur.
Reiðshapurinn, sem nú tíðkast, er hvergi nærri
eins góður og hann ætti að vera. Söðlarnir og hnakk-
arnir eru flestir óþægilegir fyrir mann og hest; sætin
eru of ávöl og þungi mannsins liggur mestur á aptur-
boganum, í staðinn fyrir að hann á að lenda í miðju
sætinu, og hygg jeg að það stafl af því, að apturboginn
er optast of gleiður.
Reiðbeizli þurfa að vera sterk og ljett. Ekki er
vert að hafa stengur langar; það mun vera nálægt
mátule?ri lengd, að frá mjelum og þangað sem hringur
leikur í sigurnagla sjeu 3—4 þuml., en íyrir ofan
rnjel l1/,—2 þmL Lengd járnmjelanna mun vera mátu-
leg 4—5 þml. Þau eiga að vera sem jöfnust, þannig
að augun eða beygjurnar sjeu ekki stærri en svo, að
þær geti leikið liðugt hvor í annari, leggirnir eiga að
vera sem gildastir, svo munurinn á augunum og leggj-
um sje sem minnstur. Augun ættu ekki að vera beygð
saman, því að þá er hætt við, að þau rjettist upp fyr
cða seinna, en það kcmur varla fyrir, ef þau cru drep-
in á með bor og síðan söguð í sundur; þó að fyrir kæmi
að þau rjettust upp, þá meiða þau ekki hestinn eins