Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 188
176
fljótt þannig löguð. Allra verst cr þegar mcnn brúka
slitin járnmjel og aflöguð, því þau særa hostinn í munn-
inum. — Koðjan sje flöt, breið og brúnalaus, keðjukrók-
ar breiðir og stuttir.
Keyri cru bezt brugðin skinnkeyri, en sá er galli
á þeim, að þau endast ekki vel. Svipur cru ckki góð-
ar nema sköptin sjeu stutt, því að einatt vill endi svipu-
skaptsins lenda í hestinum, þegar slegið er í, og mcr
þá þann stað, sem fyrir verður.
Beizli við áburðarhesta ættu að vera múlboizli, þar
sem hægt er að koma því við. Öll mjolabeizli ættu að
vera svo útbúin, að fljótlegt sje að stytta og lcngja
höfuðleðrin, því það er mjög þvingandi fyrir hestinn,
þegar beizlishöfuðleðrið er of stutt, eða of langt. Öll
bandbeizli ættu að vera svo útbúin, að taumurinn sje
laus í báðum beizlishringjum, svo maður geti dregið
tauminn til eptir því með hvorri hliðinni maður teymir
hrossið, aðeins þarf að vora stór hnútur á báðum end-
um taumsins eða annað, sem varnar því, að taumurinn
dragist út úr beizlishringjunum. Að hnýta upp í hesta
snæri eða öðru, að nauðsynjalausu, ætti aldrei að ciga
sjer stað, og allra sízt ofan á tunguna; með því hefur
mörg heststungan nærri skorist í sundur.
jKeiðingurinn, sem við notum, er óhaganlegur, en
um hann er óþarft að fjölyrða hjer, því það c'r gjört greini-
lega í Búnaðarritinu 1895. Aðalkostur reiðings þoss,
sem þar er lýst, er, að hann er ljettur, í einu lagi og
aö gjarðirnar eru gyrtar með liringjum. Jeg vil aðoins
geta þess, að í stað leðurmóttaka má brúka liprar járn-
keðjur.
Vei verður að gæta þess, að ekkertsje innan í reið-
veris nje reiðingsdýnum, som getur meitt hestinn, svo
sem saumar, huútar eða kleprar, og ætíð er vissast að