Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 202
190
hundum 0,25—1 gramm einu sinni eða tvisvar á dag.
Sjeu hinar sjúku skepnur mjög daufar, æðaslögin lítil
og tíð, er gott að gefa saman við antifebrinið smátt
mulda kamfóru, hestum og nautum 2—5 grömm, fje
0,5—2 gr. og hundum 0,2—0,5 gr. Sje kamfóran geíin
inn eingöngu, má gefa af henni helmingi meira, en
hætt er við, að lykt verði að kjötinu, sje skepnunni
slátrað eða deyi hún rjctt á eptir. Gott er og að gefa
inn brennivín í talsvert stórum skömmtum: 1 '/„ pela
handa hestum og nautum, lakan hálfpela handa kind
og c. 2 matskeiðar handa hundum. Sje dýrið lítið eða
ungt, verða þessir skammtar allir að vera nokkuð minni.
Þá má gefa kínín inn í sömu skömintum og antifebrín-
ið. — Sjeu engin af þessum lyfjum við hendina, má
nota köld böð og hella af og til köldu vatni inn í onda-
þarin skepnunnar; sjeu til niðurhreinsandi lyf (t. d.
Glaubor-salt), er opt gott að gefa þau inn.
Um inngjafir. — Það virðist vel til fallið, að fara
hjcr fáum orðum um inngjaíir lyfja, því að ef lyfið er
gcfið inn á rangan hátt, getur það eigi að eins misst
hinar tilætluðu verkanir, heldur jafnvel orðið skepnunni
að óbætandi tjóni, og á jeg þá einkum við, þau lyf, sem
gefin eru inn fijótandi, hellt í skepnuna.
Það ber allopt við, að fijótandi lyf, þegar þau eru
gefin ógætilega inn, lenda niður í barkann í staðinn
fyrir vælindið, og verða þannig orsök til þcss, að skepn-
an veikist af illkynjaðri iungnabólgu, er optast leiðir til
dauða. Þannig drepst fjöldi stjarfa-sjúkra dýra og
„doða“-kúa, en með slíka sjúklinga er líka í þcssu til-
liti sjerstaklega vandfarið.
Eins og flestum mun kunnugt, liggur vælindið efst