Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 123
111
Iiangárvöllum (20 hdr. jörð), en sú jörð eyddist svo,
að hún var eigi metin meira en 60 álnir á eptir (lög
18. sept. 1885). Þá eyddist Klofaeignin (40 hdr. að
fornu), svo að hún var eigi heldur metin meir en 60 áln.
Tíu árum síðar seldi jeg á uppboði hálfau Stóra Klofa,
þar sem ríki Torfi einu sinni bjó, fyrir 40 kr., enda
var hann farinn að gróa ofurlítið upp aptur.
Fyrrum mun búnaður hafa staðið á fremur lágu
stigi í Rangárvallasýslu. Hvergi hef jeg annarstaðar
heyrt getið um, að menn haíi rakið vef á hælum í skemmu-
vegg nema þar: var rakið á einum; hafði inaður hnyk-
ilinn í lófum sjer og hljóp með þráðinn hæl frá hæl.
Því heyrði jeg um dugnaðarbónda, sem dáinn var nokkru
áður, en jeg kom til Rangárvallasýslu, að hann hefði
sagt, að aldrei hefði hann rakið í svo miklu frosti, að
eigi hefði hann verið sveittur við að hlaupa á milli hæl-
anna. Fyrrum höfðu menn eigi haft jötur í íjárhúsum
og jafnvel eigi stalla í hesthúsum. Einn góðan og
gamlan bónda þekkti jeg, sem eigi hafði jötur í neinu
íjárhúsi. En annars tilheyrði þetta liðna tímanum.
Eptir því sem mjer var sagt, breyttist mikið með-
ferð á fjenaði eptir niðurskurðinn 1859, því að þá höfðu
menn fátt fje, fóru ágætlega með það og fengu rneiri
arð af því. Vorið 1882 hafði líka sin áhrif. Sumarið
1881 var ómunanlegt grasleysisár. Heyleysi manna
vorið 1882 sýndi, að menn þurftu að eiga heyfyrningar
eigi að eins fyrir næsta vetur, heldur og fyrir hinn
veturinn. Að þessu leyti geta bændur í Rangárvalla-
sýslu verið fyrirmynd. í vesturliluta sýslunnar var
mjög almennt, að menn áttu miklar heyfyrningar, og
voru jafnvel dænd til þess, að bændur áttu allt að þús-
und hesta heyfyrningar. En það segir sig sjálft, að