Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 18
6
þeir lenda á annari tegund, enda deyja þeir þá innan
skamms; þó getur grafmaur allra húsdýranna lifaö og
valdiö kláða á manninum, en það geta ekki hinartvær
maurategundirnar. Ekki vita menn til þess að
sogmaur sauðfjárins geti valdið kláða á öðrum dýrum,
en fluzt getur hann með hvaða dýri sem er frá einni
kind til annarar.
Einlcenni fjárJcláðans. Eins og áður er getið, hefst
sogmaur sauðfjárins einkum við á þeim stöðum, þar sem
ullin er mest og þjettust og kindin nær sízt til að klóra
sjer. Að vísu getur kláðinn byrjað nær alstaðar á kind-
inni, en optast mun það vera á lendinni aptur undir
rófu, svo og á hryggnum, herðakambi og hálsi og í síð-
unum; allopt verður kláðansfyrst vart á bóghnútum og
neðan til á hálsi; sje kláðinn illkynjaður og hirðing öll
slæm, getur hann breiðst út um allan kroppinn að und-
antcknu höfði (andliti) og fótum. Fyrsti vottur kláð-
ans lýsir sjer, ef nákvæmlcga er skoðað — ullin greidd
í sundur inn að skinni — sem smáörður eða linútar á
húðinni; eru þeir optast rauðleitir að lit, þó geta þeir
stundum verið ljósari, allt að því bloik-gulir; í húðinni
i kring er þó ætíð talsverður roði og þroti. Örður
þessar koma fram á þeim stöðum, sem maurinn hefur
stungið inn sogtóium sínum og veldur þeim sumpart ert-
ingin og sumpart eiturefni þau, er maurinn skilur cptir
í stungunni. Einnig geta ýmsar graptrarbakteríur slæðst
inn með og valdið ígerð (kýlakláði?). Þegar mikið er
af maurunum, geta örðurnar verið svo þjottar, að af
þeim myndist talsvert stórar bólguheliur; örður þessar
eru kindinni mjög viðkvæmar. Innan skamms myndast
efst í hverri smáörðu litlar blöðrúr ýmist fylltar (blóð)-
vatni eða greptri og er þær springa, þornar innihaldið
og myndar ásamt flösunni, er eykst ákaft við þrotann,