Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 184
172
að vera kostbærir, þó allstórir sjeu, ef rúður eru marg-
ar og litlar. Því þá má nota rúðubrot, sem okki cru
notuð til annars.
Hurðir hesthúsa ættu ávallt að vera á hjörum og
falla inn í húsið, en ekki út og frá stalli, ef gengið er
í enda hússins, enda eru þá dyrnar fast við hliðvegg.
í hurðina er fest keðja, eða bogin hespa, sem smeygt
er upp á keng, sem rekinn er i þann fiöt dyrastafa,
sem út veit. Bf kengurinn í dyrastafnum veit inn í
dyrnar, geta hestarnir meitt sig á honum, þegar þeir
fara út og inn. Bezt er að hesthúsdyr sjeu svo stórar,
að hver hestur með reiðing geti komist þar út og inn, því
það getur opt komið sjer vel að þurfa ekki að spretta
af hesti, sem hleypt er inn litla stund.
Margir kvarta yfir því, að hestar vilji naga stall-
fjalir og annan við, sem þeir ná í. Þeir byrja á því
víst. optast vegna hungurs eða þorsta. Aðalráðið er að
gefa þeim nóg að jeta, og drekka. Ef það dugar ekki
verður að maka stallinn með hrátjöru og sandi eða
negla gjarðajárn á stallbrúnir.
Hirðinq liesta þarf að vera góð og nákvæm bæði
úti og inni. Menn eiga að fara vel að hestunum, þeg-
ar menn umgangast þá, en ekki hranalega. Almennur
ósiður er það í umgengni við hesta, að ef þarf að víkja
hestinum við, þá hrinda menn hestinum og er það skað-
legt, ef hann er skaflajárnaöur, því þá stiga þeir sig
einatt; stundum er iagt í hestana með því, sem er hendi
næst, ef til vill rönd á skóflublaði. Það leynir sjer
heldur ekki með suma hesta, að viðbúöin er ekki eins
og hún ætti að vora. Þeir oru svo „hvumpnir“, að
það getur verið hættulogt að koma nálægt höfði þeirra,
og skaphestar verða hrekkjóttir og styggir, og næstuin
ávallt er orsökin ill meðferð.