Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 165
153
stökki, }). e. fá hann af stökki á skeið. Þogar á að
taka host niður af stökki, er vissast að búa hann undir
það láta hann bera sig scm bezt cða vera í jafnvægi,
og fyrst framan af taka hann ekki niður, nema þegar
hann stekkur hægt, svo menn eigi ekki á hættu að
skemma hann á því.
Sje það æfður reiðmaður, er meðböndlar hestinn,
sem þekkir eiginleika hans, er vel heima í hreyfingar-
fræðinni og því hvetur hann og stýrir honum á rjettu
stigi hreyfinganna, er það hjer um bil undantekningar-
laust, að hægt sje að láta hestinn leggja víxlið niðnr.
Einnig hættir mörgum skeiðhostum við að lulla
(fara hægan skciðgang) á hægri ferð og er það bæði
ljótt og leiðinlegt. Það er oft mjög erfitt að vonja
hesta af þessu og vissast að reyna það sem minnst,
þangað til hesturinn er farinn að bera sig nokkurn veg-
inn vel og farinn að miklu leyti að hreyfa sig í jafn-
vægi, en þá er hægra að hafa hann á valdi sínu. Er
þá bezt að reyna fyrst að fá hestinn til aðtölta; hoppn-
ist það ekki, er reynandi á stakstcinóttum vegi að fá
hann til að brokka. Ef þetta hvorugt heppnast, er bezta
ráðið að reyna hestinn mikið fót fyrir fót. Þá gctur
þungi líkamans ekki lent á annari hliðinni, eins og þeg-
ar hann lullar, og mun hann því smámsaman fara að
finna, að jafnari þungi á báðum hliðum líkamans er
honum þægilegri. Yfir höfuð útheimtir það opt mikla
þolinmæði, nákvæmni og eptirtekt hjá reiðmanninum að
venja hostinn af því að lulla.
Þegar á að ríða hest til vckurðar, vcrður ætíð að
gera það með mikilli varasemi; annars cr áreiðanlogt,
að menn skemma hann og fá hann aldrei gerðah að
góðum slceiðhesti. Til þess að hesturinn gcti heitið góð-
ur skeiðhcstur, þarf bann að vera svo vcl vaninn, að