Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 49
37
Yitanlega fá margir alþýðumcnn nokkur efni upp
í heudurnar til að byrja með og „koma fyrir sig fót-
unum“. En sje um nokkra auðlegð að ræða, þá reyn-
ast þau efni einatt ódrjúg, þegar ungir menn taka við
þcim, og or það vottur um, hvað hugsunarhátturinn og
vaninn geta gert. Þó efni þessi ckki beri tilætlaðan
ávöxt fyrir sjálfa cigendurna, þá er það eigi að síður
vitanlegt, að þau hverfa ekki algjörlega, heldur ganga
yfir til annara, sem þá optast nær kunna betur að fara
mcð þau, svo það gerir í sjálfu sjcr lítið til, þegar
litið er á það almenna, cnda opt framkvæmt
eitthvað með þeim, cr orðið getur til þjóðþrifa, þó það
beri ckki eigendunum tilætlaðan arð. Eu samt scm áð-
ur verða þau efni notadrýgst, sem hver og einn með
iðni og hyggindum ailar sjer sjálfur; og til þess að fá-
tækir menn geti nokkuð eignast og orðið frá þcirri hlið
uppbyggilegir moðborgarar fjelagsins, þurfa þeir frá
upphafl vega siuna að venja sig á ráðdeild og sparsemi;
„það eru hyggindi, scm í hag koma“.
II.
Eins og eðlilegt er, girnast aliir búendur að „færa
út kviarnar“ sem mest, láta bú sitt stækka að því er
jarðnæðið leyfir o. s. frv., en þá er nú hjúahald óum-
flýjanlegt, eður á einhvern hátt að kaupa sjer vinnu-
afla. Það er opt „örðug lukka“ fyrir húsbændurna að
fá sjer hjú og halda þeim hjá sjer, og reynir einatt á
þolinmæðina, að fá vilja sínum og þörf fullnægt i því
ofni. Fór helzt að kveða að því þegar fólksflutninga-
straumurinn varð til Ameríku. cu tólfunum er þó kast-
að nú, því alstaðar að heyrist, kvörtun um vandræði
bænda út af hjúaeklu og ýmsu þar að lútandi, er mest
hcfir komið í ljós síðan lögin losuðu dálítið um liið svo