Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 71
59
IV.
Jeg læt nú hugann hlaupa sem snöggvast aptur í
tíniann til forfeðranna. Þeir byggðu landið seinni hluta
níundu aldar og fyrri hluta hinnar tíundu. Þeir hafa
ckki, þegar þeir komu, getað haft með sjer nema mjög
lítinn vísi af lifandi peningi, og hafa að öðru leyti ekki
getað komið með mikla auðlegð, er bráðlega yrði fótur
undir velmegun þeirra; því að þó þeir hefðu haft með
sjer talsvert af gulli og silfri, þá gátu þeir ekki haft
það beinlínis í lífsnauðsynjar sínar og heldur ekki keypt
þær fyrir það hjer i landinu öðruvísi, en hjá kaupmönn-
um, er komu, eða með því að „fara utan“ og hafa
sjálfir skip í förum. En allir þeir innflutningar af nauð-
synjavöru hafa eflaust aldrei verið meiri, en útflutning-
ar af samskonar, og hefir því búskapur landsraanna
aldrei haft neina uppbyggingu af þvi. — Sögurnar bera
nú með sjer, og öllum „sögumönnum“ nútímans hor sam-
an um það, að búskapur landsmanna hafi staðið með
miklum blóma á 11.—12. og 13. öld og að þá hafi verið
inikil auðlegð hjer í landi. Þessi velgengni, svo langt
frá landnámstíð, getur ekki hafa stafað af öðru en því,
að landið hafi borgað rílmlega duguað og atorku lands-
manna. ísland var þá, eins og nú, undirorpið isalögum
og harðindum, eldsumbrotum og öðru þess konar
frá náttúrunnar hendi, er orsakar erfiðleika að lifa; og
í engu vcrulcgu gat landið hafa verið betra þá en nú,
öðru en skóglondi — sem þó mest hefir vcriö smávið-
ur, — er ekki gat gcrt allt fyrir eitt. Því þó á sum-
um stöðum hafi vcriö meira graslendi og meiri hagar,
þá cr eflaust meiri gróður nú á öðrum stöðum, er ekki
var þá. Landið hlýtur því enn þá að hafa í sjer fólgin
skilyrðin fyrir því, að íbúum þess geti liðið vel, og skal
tekið fram hjer á eptir ýmislegt þvi til sönnunar.